Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Qupperneq 133
AI,MANAK 1917
127
að- hann fór í “spekúlantstúr”, sem aðstoöarmaður, og gafst
býsna vel. En brátt komst þaS samt í ljós, aS ekki átti
hann meS réttu heirna á Jieirri hillu. Honum var menta-
lei'Sin lífsskiiyröi. En bæSi var sú leiS févana manni all-
erfiS, og árin of mörg liðin, svo nær því var í ótíma komið.
Fór eg þá út í Flatey að kveöja vini mína, en meS fram til
að ganga úr skugga um, hvort ógjörlegt væri, aS hjálpa
Matthíasi. Reyndi eg til að leggja fram alt, sem eg átti, til
að fá síra Eirík Kuld og Brynjólf Benediktsson til þess aö
taka Matthías aS sér. Eg haföi með mér 50 spesíur, sem
litinn visi til aö byrja me'ð, vitandi vel, aS ef göfugmenniS
Brynjólfur Benediktsson fengist til aS veita fé þessu viö-
töku, v'æri spilið unnið. Þetta tókst. Hann tók viö pening-
unum, og innsiglaSi pokann og gaf mér “Bevis” fyrir, sem
eg á enn. Var þaS stílaS svo, að fé þessu skyldi verja til
skólamentunar handa Matthiasi. Næsta haust fekk eg þá
fregn til Hafnar, aS Matthías væri seztur í 4. bekk i Reykja-
víkur latínuskóla.
3.
Kaupmannahafnardvöl.
Þegar hljóöbært varS uni fyrirætlan mína meS aö sigla,
fór a'ð losna um fleiri unga menn. Á meSal þeirra var Þor-
lákur Jónsson, sonur síra Ólafs, og Stefán Benediktsson frá
Brjánslæk. Peningar þeirra voru sendir mér, forsiglaðir,
til umsjónar og *flutnings til eftirlitsmanna þeirra í Kaup-
mannahöfn.
Alt var nú til farar búið. FerSamennirnir lögöu af
stað til Reykjavíkur meS góöum fylgdarmanni. Þrettán
merkustu menn sveitarinnar fylgdu okkur á enda sveitar-
innar, og þrír af þeim alla leiö til Kjartanssteins í Svínadal.
í þeim hópi var sira Matthias, sem eg kvaddi þar.
Feröin til Reykjavíkur gekk slysalaust. Fám dögum
eftir aS vi'ð vorum þangaS komnir, kom gufuskipiö Arcturus.
Eagöi þaS af staS meS okkur litlu síöar, og nokkura ferða-
menn fleiri. <Þeir prófessor Maurer og Guöbrandur Vig-
fússon voru i förinni. Gekk feröin allvel til fyrsta viS-
komustaöar í Færeyjum, og svo þaöan og til Skotlands. En
á Eeith-firSi vildi þaS slys til, aS skrúfan brotnaSi, og