Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Page 142
13G
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
nieö nafnstimpli sinuni, og skrifaöi á þaö þessi orö á norsku.
"Til Björnstjerne Björnson og allra Islands vinanna í Nor-
egi:—Sýniö þessum manni, sem blaö þetta hefir í hendi,
bróðurhuga og velvild, og leiöbeining í því, scm hann kann
að þurfa.—Hilmar Finsen.”
Blað þetta varö mér meira viröi en margir peningar.
Litlu síöar lagöi eg af stað með gufuskipi til Frederiks-
vœrn og þaðan noröur með landi. Þrisvar varö eg aö skifta
um skip, til aö komast til Björgvinjar, og á einum staðnum,
þar sem um v'ar skift, nam eg staðar einn eöa tvo daga.
Alls staðar mætti eg velvild og nýjum, skemtilegum sam-
feröamönnum. Komst eg til Björgvinjar þrem dögum áöur
sýningin var opnuö. Keitaöi eg þá Sigfús Eymundsson
þegar uppi. Haföi honum ekki liöið vel um langan tíma.
Fekk eg mér bústað í sama húsi, og bjó eg þar meðan eg
dvaldi í bænum. Eg leitaði á fund forstööunefndar sýn-
ingarinnar og tók hún mér mæta vel.
6.
Sýningin.
Viöhöfn mikil var höfð viö opnan sýningarinnar, fjöl-
menn skrúöganga, hljóðfærasláttur, ræðuhöld og fallbyssu-
skot. Fólkið ruddist inn, en eftir nokkurn tíma ruddist þaö
heim aftur. Eg lagði mig frarn um, að taka sem bezt eftir
öllum nýjungum, er sýndar voru. Eg var þar uppi ná-
lega á hverjum degi nokkura stund. Margt var þar sýnt,
sem tíma tók að átta sig á og hélt huga mínum föstum.
Þar var sýndur he;ll floti alls konar smærri og stærri skipa,
er stunda fiskiveiðar, kappsiglingar og kappróöur af alls
konar tegundum, notkun alls konar veiöarfæra, einkum til
síldarveiöa, svo sem dragnótum, kastnótum, hringnótum og
margt fleira. Nálega þrem vikum eftir aö sýningin var
opnuö komu þrír menn frá íslandi styztu leið frá Skotlandi,
tveir af Suöurlandi og einn úr Svefneyjum á Breiðafirði,
Hafliði, gamall vinur minn.
Fremur var þátttaka Dana í sýningunni lítilfjörleg.
Sendimenn þeirra hitti eg tvisvar í sýningarhöllinni og
reyndi aö kynnast þeim, en fremur lítiö vildu þeir sinna því,