Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Síða 150
144
ÓLAFUIt S. THOltGEI RSSON:
þau'mál og sjá um framkvæmdir. Hér stæöi eg nú frammi
fyrir þeim meö uppréttu höföi og góöri samvizku, og ó-
flckkuöu mannoröi, fyrir guös hjálp, og skilaöi þeim nú
sjálfum mér, mununum, sem eg heföi komið meö, og meö-
ferö þeirra í ókominni tíö, er eg vonaði yröi meö þeim
hætti, aö þeir yröi til eins mikilla nota eins og frekast
væri unt.
Sýslumaöur stóö kafrjóöur undir lestri síöasta
skýrslu-kaflans. Margir hinna eldri manna, einkum skipa-
smiöir og formerin, nöldruðu eitthvaö sin á milli, og sýndist
mér fremur ólundar-svipur á þeim. Loks var nefnd kosin
til að ihuga málið og kveða upp úrslitadóm um, hvað gera
skyldi. Var jiá gengið af fundi, til Jiess aö matast. Svslu-
maður fremur heimtaði, en beiddi mig, að fá sér skýrsl-
una til yfirlesturs. Fekk eg honum hana fúslega og leyfði
honum aö hafa til næsta dags. Hann blaðaði lítið eitt í
henni, sýndist lesa á einum stað dálítið, siðan fleygði hann
henni frá sér á borð, sem ]>ar var; og labbaði heim til sín.
Nokkuru eftir hádegi fór nefndin, sem kosin var til að hug-
leiöa málið, aö vinna ætlunarverk sitt. Þegar flestir höfðu
fengið sér einhverja hressingu, komu menn saman aftur
til aö heyra úrskurð nefndarinnar. Haföi hún þá kornist
að jieirri niðurstöðu, að eg skyldi sitja með alt saman, eins
og komið var: ferðakostnað og sýningarmuni.
Heyrðust ])á nokkurar raddir: Skannnarleg meðferð!
og fleira þess konar. Var svo fundi slitið.
8.
Menning og siðferSi.
Fundarúrslitin, sem eg nú hefi skýrt frá, er naumast
unt að skilja, nema með því móti, að eg reyni með fáeinum
orðum að lýsa nokkurum atriðum í sambandi við sögu fsa-
fjarðarsýslu að fornu og nýju. 8°
Eg mintist á heilmargt í skýrslu minni, sem ábótavaht'
væri og nauðsynlega þyrfti umbóta við. Til dæmis báta og
skipasmíö og allan útbúnað til fiskiveiöa. Lagði eg það
til, að sendur v'æri efnilegur maður til Noregs, til að læra
skipasmíð og margt fleira í sambandi við fiskiveiðar. Sagði,
að mér væri óhætt að ábyrgjast, að honum vrði vel tekið.