Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Page 151
ALMANAK 1917
145
Benti eg á ýmislegt, sem læra jiyrfti af NorSmönnum í þessu
sambandi, eins og verkan á fiski og breytilegan útbúnaö
lians, eftir því á hvaöa markaö honum væri ætlaö, bræöslu á
lýsi til lækninga, íshús í smáum stíl, til aö geyma beitu,
plóg eöa áhöld meö tilfærum til að plægja upp skelfisk til
beitu, á 'dýpi, þar sem honum er ekki unt að ná á annan hátt.
smokkfiski- fkolkrabbaý -veiöar á sjó úti, þó ekki ræki hann
að.landi, og ýmislegt fleira smávegis, er eg haföi smá-mót
af eöa teikningu frá sýningunni. Smíöaöi eg margt af þvi
síðar, er varð aö góöunt notum, áður en eg fór frá íslandi.
en sumt ekki fyr en eg var farinn. Þetta, sem eg hefi vikið
á af efni skýrslunnar, haföi þau áhrif á skipasmiðina gömlu
og margæfðu, aö þeir urðu fokvondir, skoðuðu þetta lítils-
viröingu á list sinni o.s.frv. Formennirnir görnlu og sjó-
æfðu sömuleiðis. Fiskiverkunarmenn og fiskifærasmiðir,—
alli^ þessir hópar ntanna þóttust finna einhverja móögun í
sinn garð. Þar sem eg drap á, að mikilla umbóta Væri vant
á verzlunarviðskiftum og verzlunaraðferðum, brostu verzl-
unarþjónarnir í kamp sér og hugsuðu mér þegjandi þörfina.
Hygg eg, aö meö þessu sé leyst gátan um fundar-úrslitin.
ísafjaröarsýsla hefir um langan tíma verið óheppin
mjög meö löggæzlumenn sína. Flestir liafa þeir veriö sér-
plægnir menn, ónýt yfirvöld og þar að auki óreglumenn, aö
einum undanteknum, Eggerti Brient. Hann var þar skamma
stund, að eins þrjú ár. Þaðan fluttist hann til Norður-
landsins og var þar talinn, eins og alkunna er, einn af merk-
ustu mönnum samtíðarinnar. Af hinum vil eg nefna nokk-
ura. Fyrstan Ebenezer sýslumann. Bjó hann lengst í Ön-
undarfirði og var þar eigandi stórmikils jarðagóz. Minnist
Espólín hans i Árbókum sínum og lýkur á hann litlu lofs-
orði. Var hann faðir þeirra systra, frú Ingibjargar á
Skaröi og Madömu Önnu í Vigur, sem síðar veröur ef til
vill ofurlítiö frekar minst. Eftir hann var settur skatt-
heimtumaður eitt eöa tvö ár Þá kom Briern, eins og áöur
var sagt. Þá Gunnlaugsen, sem bjó í Reykjafirði, og var
mesti drykkjumaöur og óreglu. Komust fimm börn þeirra
hjóna af bamsaldri, tveir synir og þrjár dætur, alt mestu
aumingjar. Eftir hann kom með veitingu sýslunnar ungur
og efnilegur maður, Erlendur aö nafni. Druknaði hann á