Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Page 152
146
Ó1,AFUR S. THORGEIRSSON:
fyrsta ári sínu þar og tveir efnismenn meS honum, á ferfi
úr Vigur út á fsafjörö. Var sagt, aö hann heföi veriö
trúlofaöur einkadóttur Önnu i Vigur, Mörtu aö nafni. Eftir
þetta slys voru tveir eöa þrír settir sýslumenn, allir börn
sinnar tiöar, þar til er Stefán sýslumaður kom meö veitingu
sýslunnar frá Kaupmannahöfn, einu ári áður en eg kom á
ísafjörð. Sat hann þar að völdum mér samtíða, þar til
urið 1880. Hafði hann aö mörgu leyti fremur óheilnæm áhrif
á siðmenningarlíf ísafjarðarsýslu. Saga mín af baráttúnni
fyrir tilverunni þar yrði einnig sýnishorn af embættisfærslu
Stefáns.
í sæti hans settist danskur maöur, Fensmark að nafni.
Stórfurðaði flesta á, að hann skyldi hafa náð í það embætti.
jafnmikið bjálfamenni, af mentuðum manni að vera, sem
hann var. Var liann giftur konu af stór-Dana ættum. Var
það haft fyrir satt, að ættingjar hennar myndi hafa haft
áhrif á danska veitngarvaldið í þessu efni. A þriðja ári
hans þar, stóðst kona þessi ekki mátið lengur, en hypjaði
sig á brott með börn þeirra, sópaði vandlega innan hjá
Fensmark og tók sér fari með seglskipi til Kaupmannahafn-
ar. Næsta ár var Fensmark vikið frá embætti með 30,000
króna skuld, er hann átti ekki einn eyri til lúkningar. Flutt-
ist hann þá í moldarkofa einn á ísafirði og d'ró fram lífið
við að prjóna sjóvetlinga og róa til handfæra.
Þá er með fám orðum að minnast á aðra embættismenn,
einkum prestastétt samtíðar minnar í ísafjarðarsýslu. Eg
hlífist ekki við aö fullyrða, að hver einasti prestur i Norö-
ur-tsafjárðarsýslu, að undanskildum síra Þórami Böðvars-
syni frá Vatnsfirði, og að nokkuru leyti síra Stefáni Stef-
ánssyni í Holti, hafi verið drykkjumaðttr og sumir þeirra
til mikillar vanvirðu fyrir þá göfugu stétt Afleiðingarnar,
beinar og óbeinar, þarf ekki að fjölyrða um. Þær segja
sig sjálfar. Síra Þórarinn var hinn nýtasti rnaður og prýði
stéttar sinnar í hv’ivetna. Hann lagði rneðal annars stund
á lækningar og hjálpaði mörgum, er til hans leituðu. Bezta
lag, sem eg hefi þekt, hafði hann á að sætta og slétta úr
misklíð, sem upp kom meðal manna. Og margt fleira var
honum vel gefið. Mér var hann ávalt hlyntur og bar einatt
tneira traust til mín, en eg átti skilið. Var hans mikið