Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Blaðsíða 153
ALMANAK 11)17
147
saknaö, þegar hann fluttist brott aS GörSum á Álftanesi.
Síra Stefán sómdi sér vel í stööu sinni, einkum í höfSingja-
hóp. En fremur þótti hann stórbokki, eins og hann átti ætt
til. og afturhaldssamur í meira lagi.
Þá er eftir aö minnast á stærsta mein samtíöarinnar,
ríki Bakkusar. Hvergi á íslandi mun hann hafa náö ööru
eins hámarki og heljartökum og viö ísafjarðardjúp urn
[jessar mundir. Til þess lágu margar orsakir, og afleiö-
ingarnar sjálfsagöar. Má fyrst til nefna þá staðhöfn, að
um það leyti, sem eg var í Kaupmannahöfn, höfðu Danir
gefið eins konar verðlaun til að auka sölu á dönsku brenni-
víni, — voru það 5 aurar á hvern pott brennivíns, sem út
fluttist frá Dönum til annara landa. t>essi hlunnindi kunnu
íslenzkir kaupmenn v'el aö hagnýta sér. Viö þetta bættist.
að meginið af því áfengi, sem til íslands fluttist, var ekk:
meira en hálf hreinsað, var ilt mjög á lykt og smekk, og
mátti heita alls ódrekkandi. En kaupmenn fengu þessa teg-
und áfengis viö miklu lægra verði, en brennivín, sem drekk-
andi þótti í Danmörku.
Svo mikið var flutt af þessu góðgæti til ísafjarðar, að
sjaldan var skortur á því, þó aðrar nauðsynjar vantaði.
Kaupmenn gátu meö þessu móti selt áfengi mjög ódýrt og
þó meö stór ábata. Staupadrykkja við búðarborðin átti sér
hvarv'etna stað, er menn komu þangað til einhverra við-
skifta. Mesti urrnull smábáta gekk þá t:l fiskiveiða um
Djúpiö, auk stærri skipa í útverum. Þurfti þá oft að sækja
salt, einkum þegar vel fiskaðist; fylgdu þeim erindum ávalt
að sjálfsögðu ókeypis saltflöskur, auk kúta af ýmsum stærð-
um.'sem tekið var á út í reikning.
Naumast þótti nokkurt verk vinnandi, nema áfengi væri
öðrum þræði. Mörg heimili voru þá við ísafjarðardjúp,
sent tóku á sumrin út i reikning sinn tvær til finnn tunnur
brennivíns, auk annars áfengis. Mörg þessara heimila voru
siðprýðis og regluheintili, en svona var tízkan orðin harður
húsbóndi.
Gestrisni á rnjög háu stigi var þar alsiða, en naumast
þótti kaffibolli bjóðandi, nema brennivínsflaska væri sett
fram um leið, sem gesturinn átti að skamta sér úr sjálfur.
Þeir, sem skerast vildu úr leik með að fylgja þessum sið-