Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Side 157
ALMANAK 1917
151
GuSs blessan er flúin frá
frægu höfuöbóli.
En Bakkus, Simbi, og synd-
in: grá
sitja á tignarstóli.
Hvaö blind ofdrykkja bakar
þjóö,
bezt mín vitnar saga.
Þrungin hörmum því, mín
jóö,
um þetta eg yöur klaga.
Lengi saga, eg ieiöi í grun,
letrar harma tárum
þennan baga og mikla mun
minn á fáum árum.
t*8BFT"
Margar fleiri bögur voru á lofti um nokkura aöra staöi
viö ísafjarðardjúp á þeim árum. En þetta er nóg sýnis-
horn. Eg vil einnig bæta því við, aö eg held mér sé.óhætt
aö segja, að allir betri menn og allur þorri fólks viö ísa-
fjarðardjúp bar til mín hlýjan hug og sýndi mér jafnan alla
velvild. Var yfirleitt fallist á skoöanir mínar aö flestu
leyti. En þegar til þeirra kasta kom, að leggja hönd á
verkið, vildi tízkan og vaninn oftast nær hindra þaö. Sama
get ég sagt um kaupmenn og fólk yfirleitt á ísafiröi.
Kvæöi v'oru mér flutt, bæöi saknaöarljóö og hamingju-
óskir, er eg fór þaðan. Á öllum færslum og flutningum
mínum frá fyrst t'l siðast haföi eg ávalt töluvert fjárhags-
legt tjón. Hefir greinilega sannast á mér spakmæli Frank-
lins: “Tvær færslur eru á viö einn eldsbruna.”
Aðal orsakirnar til þess hafa ávalt verið tröllatrú mín
á loforð og ráðvendni annara. Varö engin undantekning
frá þessu, síðast þegar eg fór frá íslandi. Því peningar,
sem mér var lofað aö senda skyldi þaðan, námu þúsund
krónum. Af þeim hefi eg aldrei einn eyri fengið. Sumra
skuldheimtumanna minna frétti eg fyrst til í Kanada, og er
víst e'nn þeirra enn á lífi.
Hér í Ameríku hefir sama fáriö viljað loöa v'ið mig.
Má nefna, meðal annars. innbrotsþjófnað, sem eg varð aö
þo’a í Seattle. Var stolið frá mér úr gullsmíðabúö minni
270 dollara virði af skrautmunum. Þúsund dollara lífsá-
byrgð átti eg í “Mutual Life Insurance” félaginu, sem eg
war búinn aö fullborga. þegar þaö fé’ag fór um koll. Fleira
bess konar í smærri stíl gæti eg taliö.