Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Side 159
ALMANAIC 1917
151
Um eldingar og þrumuleiðara.
Margt fólk er mjög hrætt við teldingar, og það ekki að
ástæðulausu.
En það má komast hjá því að verða fyrir eldingum, eins
og það má komast hjá flestum öðrum meinum mannlegs llfs.
Eldlngar koma ávalt niður á vissum stöðum, og það eru
aðrir staðir til, þar sem eldingar koma aldrei niður. Eðli-
legar ástæður liggja að þessu. Náttúran gjörir ekkert áð á-
stæðulausu.
Gufukatlar og járnbrautarvagnar eru örggustu staðir
heimi fyrir eldingum. Enginn maður hefir nokkurn tlma
orðið fyrir eldingu í járnbrautarlest.
í borgum slær eldingum aldrei niður I miðhlutanum,
innan um verzlunarhúsin; hið sama á sér stað með geisiháar
byggingar. pað hefir verið sannað með skýrslum, að elds-
ábyrgðarfélög tapa aldrei neinu vegna tjóns af eldingum í
stórhýsum, sem hafa málmklædda veggi eða grind úr járnl
eða stáli.
Herskip úr stáli eru óhult fyrir eldingum og sömuleiðis
vindmylnurnar úr stáli. J>að stafar af því, að þessir hlutir
leiða eldingarnar sjálfir og þurfa þess vegna enga aðra
vemd en þá, sem I þvl llggur.
Aftur á móti eru margir hlutir, sem eldingar eru vissar
með að hitta, eins og komist er að orði; íbúðarhús I sveit-
um og l útjöðrum borga, hlöður, kirkjur, skólahús, tré, hey-
stakkar og skepnur, einkum ef þser eru nálægt vlrgirðingum.
1 húsum inni er enginn staður óhultari fyrir eldingum
en rúm úr járni eða messing. l>að er mjög hættulegt, að
standa nálægt rúminu, þar sem maður er hærri en rúmið.
Ástæðan fyrir því að manni er óhætt, ef hann liggur I rúm-
inu, er sú, að þá er bæði höfða- og fótagafl rúmsins hærri en
maður sjálfur. Rafmagnsstraumurinn fer ekki úr rúminu 1
þann, sem liggur I því. pó að veggir og gólf sundrist I smá-
agnir er honum áhætt meðan hann liggur kyr I rúminu.
Fiðurdýnur eru engin vörn gegn eldingum, nema þær
liggi á rúmbotni. sem er úr málml. Ef rúmgrindin er úr
tré, en botninn úr stálvír, þá getur rumið farið I smáagnir,
án þess að þeim, sem I þvl liggur, verði nokkuð meint af.
Á daginn er óhultast að standa I miðju herbergi, ef ofn
eða eldavél er þar ekki nærri. l>að er alveg gagnslaust, að