Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Qupperneq 74
60 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON :
1861, sonur Sveinbjarnar Snorrasonar frá Laugum
í Hrunamannahreppi. Fjögra ára fór hann í fóstur
tii móðurbróður síns, Guðm. Jónssonar á Stórafljóti
í Biskupstungum, og var hjá hanum í 20 ár. Árið
1885 gekk hann að eiga Guðrúnu porsteinsdóttur,
Jónssonar og Kristinar Guðmundsdóttur, Jakobs-
sonar Snorrasonar prests á Húsafelli, og bjuggu
foreldar hennar lengi á Haugshúsum á Álftanesi.
pau Guðmundur og Guðrún, fluttust hingað frá
Króki á Álftanesi 1900, og hafði Magnús Hinriksson
og kona hans Kristin, sent þeim farareyrir hingað;
er Kristín kona Magnúsar, systir Guðrúnar. Hafa
þau hjón eignuðust 5 börn og lifa 4: Guðmundur,
Kristín Álfheiður, gift Ásm. Sveinbjörnssyni Lopts-
son, porsteinn Sveinbjörn, Guðbjartur óskar. Eins
og fleiri ibyrjuðu þau búskap með litlum efnum, en
lánast vel og er efnahagur þeirra í góðu lagi. Sýna
þau öllum sem þau til ná, góðvild og gestrisni og
taka góðan þátt í fjárframlögum til félagsskapar
bygðarmanna.— (júlí 1916).
Guðbrandur Sæmundsson og Kristbjörg Jóns-
dóttir, bjuggu lengi á Kirkjubóli og síðar á Firði í
Múlasveit í Barðastrandarsýslu. Af níu börnum
þeirra eru fjögur hér í landi: Ingibjörg, kona Árna
Arnasonar í Churchbridge; Krist'björg, kona Sig-
urðar Magnússonar; María, kona Konráðs Eyjólfs-
sonar, og Sigríður, öll til heimilis hér í bygðinni.
Eina dóttur átti Guðbrandur áður en hann giftist,
sem Guðrún heitir; hún er ekkja og á hér heimili.
Guðbrandur var hreppstjóri og sveitaroddviti í
Múlasveitinni um mörg ár; var hann og smiður
góður bæði á tré og járn og stundaði þar að auk
smáskamtalækningar. pau hjón fluttust frá Firði
í þessa sveit 1892 og voru hér í húsmensku. Sam-
ferða þeim hingað voru tvö gamalmenni, systkini
Kristbjargar, er Eiríkur og Kristín hétu; höfðu þessi
fjögur gamalmenni fylgst að á lífsleiðinni og má