Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Side 84
70 ÓLAFUR S. THOROEIRSSON :
mönnum á frumbýlingsárum þjóðflokks vors hér
vestra.
Árið 1910 kvæntist séra Guttormur og gekk að
eiga Rannveigu, dóttur Gísla Egilssonar frá Skarðsá
í Skagafirði og Ragnheiðar Jóhannsdóttur konu
hans. Gísli hefir lengi verið búsettur í grend við
Lögbergs pósthús í Saskatchewan og verður hans
getið í landnámssögu þeirrar bygðar. Hús lét séra
Guttormur reisa sér í bænum Churchbridge sumar-
ið 1913 og átti þar heimili fram á síðasta sumar.
Börn hafa þau hjón eignast fjögur, og eru þau öll
á lífi.
EFTIRMÁLI.
Churchbridge.,.
Um 1888 myndaðist dálítið þorp með þessu
nafni, sem enn er óbreytt, og aðal bygð fslendinga
sækir til. porpið myndaðist að tilhlutan Ensku
kirkjunnar og undir umsjón Ohurchbridge Coloniz-
ation Company. par var bygt prestsetur, kirkja og
skóli; gistihús, járnsmiðja o. fl., og allmargir Eng-
h;ndingar námu lönd í nágrenninu. Félagið, sem
nefnt er, bygði hús á löndunum og lánaði sömuleiðis
fé til að kaupa skepnur og nauðsynlegustu jarðyrkju
verkfæri. Fyrstu verzlunarbúð bygði hr. Bjarni
Davíðsson Westmann sunnan, við járnbrautina.
Arið 1889 flutti til Churchbridge hr. Jóhann G.
Thorgeirsson frá Winnipeg og bygði sölubúð norð-
an járnbrautarinnar. Verzlun hans óx brátt, bæði
var maðurinn aðlaðandi og innflutingar miklir,
emkum árin 1890 og 1891. Nú voru efni nýbyggja
flestra mjög lítil, en framfarahugur og greiðvikni
Jóhans G. Thorgeirssonar kaupmanns á mjög háu
stigi, og ekki mun >að ofmælt, að margir búendur,
sem um >að skeið áttu heimili í bygðinni, eigi hon-
um þakklætisskuld að inna, bæði fyrir lán, er hann