Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Síða 87
ALMANAK.
73
f janúar 1898 bættust átta fjölskyldur við ping-
vallasöfnuð úr Lögbersnýlendunni og á sama tíma
gengu fjórar fjölskyldur í söfnuðinn úr pingvalla-
nýlendunni, en svo fluttu fjórar á burt. Eru þá
eftir í söfnuðinum um alls 30 fjölskyldur — 76
fermdir 86 ófermdir — alls 162. Á þessu tíma-
bili voru allar guðsþjónustur og gleðisamkomur
haldnar í Félagshúsinu. En iþegar til lengdar lét
þótti Lögbergsnýlendumönnum ervitt að sækja sam-
komur svo langt (12—15 mílur) og fóru fram á að
húsið væri fært nær sér, en búendur í suðurbygðinni
voru því mótfallnir. Varð það þá að samkomu-
lagi að kirkja yrði bygð 1 Löbergsnýlendu og fengu
þeir nokkurn peningastyrk frá söfnuðinum, en
sjálfir lögðu þeir fram fé og vinnu að mestum hlut
til kirkjubyggingarinnar, sem bygð var á árunum
1902—4. En þá urðu bændur í suðvestur bygðinni
óánægðir og sögðu sig úr pingvallasöfnuði veturinn
1901. í október það ár kom séra Jón J. Clemens
hingað og dvaldi fram í nóvember, flutti guðsþjón-
ustur og framdi önnur preststörf . Hélt hann þá
fund með þeim sem gengið höfðu úr söfnuðinum og
varð niðurstaðan, að þeir mynduðu söfnuð út af
fyrir sig og skírðu hann Konkordíusöfnuð. Kom
sá söfnuður sér upp kirkju 1904. Var sú kirkja
vígð 4. júlí 1911, og sama dag fór fram vígsla ping-
valla-safnaðar kirkju í Lögbergsnýlendu og inn-
setning sér Hjörts j. Leó í prestsembættið hjá þess-
um söfnuður. Forseti kirkjufélagsins, séra Björn
B. Jónsson, framkvæmdi þær vígsluathafnir..
Á safnaðarfundi í Lögbergsnýlendu 12. janúar
1910 lét séra Hjörtur J. Leó í ljós óánægju yfir því
að guðsþjónustur væru hafðar í Félagshúsinu í
pingvallanýlendu, þar sem fram færu danssam-
komur, átveizlur o. s. frv. Var þá á þeim fundi
samþykt að selja aðalhlut hússins, en laga hinn hlut-
ann (kórinn) fyrir guðsþjónustur eingöngu. En
á fundi sem síðar var hafður í Félagshúsinu var hús-