Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Page 111
ALMANAK.
97
helgur til minningar um upprisu Krists. Þess vegna er
hann einnig kallaÖur drottinsdagur. í Postulasögunni
“0,7 er skýrt frá því aÖ lœrisveinarnir hafi komið saman
á fyrsta degi vikunnar í Tróas, til þess að brjóta brauð.
Justin píslarvottur, einn hinna fyrstu kristnu höfunda,
segir að kristnir menn hafi komið saman fyrsta dag vik-
unnar vegna þess að Guð skapaði heiminn og Jesús reis
upp frá dauðum á þeim degi.
Hversu langt getum við séð ? Það fer eftir ýmsu
t.d. hversu hreint loftið er, hœð hlutarins, sem á er horft,
Ijósmagninu og haeð augans yfir sjávarflöt, Maður, sem
pr 5 feta hár, getur séð hálfa þriðja mílu vegar út á sjó-
>nn, ef hann stendur á ströndinni ; sex feta hár maður
sér þrjár mílur ; af þakinu á hun trað feta háu húsi má
sjá þrettán mílur, og af tindinum á þúsund feta háu fjalli
sést fjörutíu mílur. Flugmaður, sem flýgur í einnar mílu
hæð fyrir ofan sjávarflöt sér alt hringinn í kringum sig í
níutíu og sex mílna fjarlægð. Mílu hátt fjall sést úr níu-
tíu og sex mílna fjarlægð sé loft hreint og Ijósmagnið
nógu mikið.
Prófessor D’Arey Thompson, sem er nafnkend-
ur fiskifræSingur, sagSi nýlega í fyrirlestri, sem hann
hélt í Lundúnum, aS hvalir hefSu einu sinni gengiS
á fjórum fótum. Hvalir, sagói hann, aS hefSu upp-
runalega haft fjóra útlimi, en aS afturlimirnir hefSu
horfiS meS tímanum. Endur fyrir löngu gengu for-
feSur hvalanna á f jórum fótum eitthvaS líkt því og
selir hreyfa sig nú á hreifum sínum.
Þegar 365 dagar eru í árinu endar það æfinlega
sama vikudag og það byrjar.
Kyrrahafsstrandar járnbrautin í Mexíkó er sex þús-
und mílur á lengd, en það er fjórum sinnum meiri vega-
*®ngd en lengd allrar austurstrandarinnar meðfrarr.
Mexikóflóanum.