Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Qupperneq 9

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Qupperneq 9
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 9 Gísli Sigurgeirsson: Fríkirkjan í Hafnarfirði Gísli Sigurgeirsson. 50 ára 14. des. 1965 . Séra Kristinn Stefánsson fyrir altari kirkju sinnar Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði var stofn- aður 20. apríl 1913, að nýafstöðnum prests- kosningum í Garðaprestakalli. Að stofnun safn- aðarins stóðu um 100 kjósendur. Stofnfundurinn var haldinn í Góðtemplara- húsinu og fór þar fram fyrsta guðsþjónusta safnaðarins, á sumardaginn fyrsta. Prestur var ráðinn séra Olafur Olafsson, þáverandi frí- hirkjuprestur í Reykjavík. Var séra Ólafur við- orkenndur mælskumaður og einn af merkustu klerkum prestastéttarinnar á sinni tíð. Fyrstu safnaðarstjórn skipuðu þessir menn: Jóhannes J. Reykdal verksmiðjueigandi og var lrann formaður nefndarinnar, en aðrir í stjórninni voru: Jón Þórðarson frá Hliði, Odd- Ur ívarsson síðar póstmeistari, Egill Eyjólfs- son skósmiður og Davíð Kristjánsson trésmíða- meistari. A fyrstu fundum safnaðarstjórnarinnar var rætt um að byggja kirkju fyrir söfnuðinn, og á stjórnarfundi þ. 15. ágúst er skýrt frá því, að valinn hafi verið staður fyrir væntanlega kirkju á fögrum stað við Linnetsstíg, og þá liggur fyrir tilboð frá hf. Dvergur, þar sem boðizt er til að byggja kirkjuna fyrir kr. 7.900.00 og var það tilboð samþykkt. Var þegar hafizt handa um að byggja grunninn og síðan kirkj- una, og er ekki að orðlengja það, að kirkjan er tilbúin snemma í desember, og fer vígsla hennar fram sunnudaginn 14. des. 1913. Eru því 50 ár liðin, síðan kirkjan á hólnum við Linnetsstíg var byggð. — Verður afmælis- ins minnzt á vígsludeginum 14. des., sem nú ber upp á laugardag, með samsæti í Alþýðu- húsinu í Hafnarfirði, en hátíðaguðsþjónusta verður í kirkjunni sunnudaginn 15.. des. Það þótti talsvert merkilegur viðburður í okkar litla bæ, þegar kirkjuklukkurnar hljóm- uðu í fyrsta sinni í Hafnarfirði og kölluðu menn til tíða, en Hafnfirðingar höfðu um aldir orðið að sækja kirkju að Görðum á Álftanesi og fram að síðustu aldamótum um ógreiðfæra götutroðninga. Veður var ágætt á vígsludaginn, og löngu áður en að kirkjan var opnuð, fór fólk að streyma til hennar, og fylltist kirkjan þegar svo, að hvert rúm var skipað út úr dyrum, og mér var tjáð, að út úr henni hafi verið talið og það reynzt 7—800 manns. Söngflokkur fjölmennur hafði verið æfður fyrir messuna og stjórnaði honum og lék á orgelið Friðrik Bjarnason tónskáld, en hann var organisti kirkjunnar fyrsta árið. Jón Þórð- arson frá Hliði var meðhjálpari og las kór- bæn, en séra Ólafur Ólafsson flutti prédikun og vígði kirkjuna. Var þessi fyrsta kirkjuathöfn mjög hátíðleg og eftirminnileg þeim, sem þar voru staddir. Um kvöldið var svo haldið sam- sæti í Góðtemplarahúsinu. Söfnuðurinn var svo heppinn að njóta starfs séra Ólafs Ólafssonar fyrstu 17 árin, en þá varð hann að segja starfinu lausu sökum elli og lasleika. Þá tók við prestsþjónustu í söfn- uðinum ungur og glæsilegur guðfræðingur, Jón Auðuns frá Isafirði, sem er þjóðkunnur klerkur og er nú dómprófastur í Reykjavíkur- prófastsdæmi og þjónar dómkirkjusöfnuðinum í Reykjavík. Hann var prestur fríkirkjunnar í 16 ár. Þriðji prestur safnaðarins er núverandi prestur, séra Kristinn Stefánsson. Hann er mikill gáfu- og mælskumaður og er þjóðkunn- ur maður fyrir störf sín að málefnum Góð- templarareglunnar á Islandi, og er nú áfengis- isvarnaráðunautar ríkisstjórnarinnar. Hann hefur þjónað þessum söfnuði í rúm 17 ár og gert það með mikilli prýði. Hefur söfnuðurinn verið heppinn að fá hvern ágætis-prestinn eftir annan í þessi 50 ár, sem söfnuðurinn hefur starfað. Stjórn Kvenfélags fríkirkjusafnaðarins. Efri röð: Margrét Jóns- dóttir, Steiney Krist- mundsdóttir og Guðrún Helgadóttir. Fremri röS: Sigríður Eyjólfsdóttir, Mattliildur Sigurðardóttir formaður og Laufey Guðmundsdóttir.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.