Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Síða 15
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR
15
„Plöntum, vökvum rein við rein,
rœktin skapar framann"
Jólablað Álþýðublaðs Hafnarfjarðar hafði áhuga á að kynna
að þessu sinni Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og heimsótti því
forrnann félagsins, séra Garðar Þorsteinsson, prófast, og lagði
fyrir hann ýmsar spurningar um skógræktarstaifið. Séra Garðar
leysti greiðlega úr öllum spurningum um skógræktina í Hafnar-
firði, og gefum við honum hér með orðið.
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
var stofnað hinn 25. október 1946.
Það ár var Skógræktarfélagi íslands
breytt í samband héraðsskógrækt-
arfélaga og sérstakt skógræktarfé-
lag stofnað hér. Fyrsta stjórn fé-
lagsins skipuðu þessir menn: Ingv-
ar heitinn Gunnarsson kennari,
sein var formaður, Jón Magnússon
frá Skuld, Jón Gestur Vigfússon,
sparisjóðsgjaldkeri, Gunnlaugur
heitinn Kristinsson, kennari og
sandgræðslustjóri, og Þorvaldur
heitinn Arnason skattstjóri.
Fjórir menn hafa fram að þessu
gegnt formannsstörfum í félaginu:
Ingvar Gunnarsson 1946—’49, Þor-
valdur Árnason 1949—’54, Jón
Gestur Vigfússon 1954—’58 og sr.
Garðar Þorsteinsson frá 1958 til
þessa dags.
Árið 1935 var komið upp svo-
nefndri Skólagirðingu í Undirhlíð-
um, um 12 ha. svæði innan henn-
ar. Börn úr efsta bekk barnaskól-
ans önnuðust þar gróðursetningu
fyrir forgöngu þeirra Ingvars
Gunnarssonar kennara, Hákonar
Helgasonar kennara og Guðjóns
Guðjónssonar skólastjóra. Aðal-
gróðursetningin fór þar fram á ár-
unum 1937—1939. Árangurinn af
þessu skógræktarstarfi hefur orðið
mjög góður. Hæstu sitkagrenin
eru nú 5 til 7 m há. Á þessum tíma
hefur landið batnað stórlega og
hefur þetta komið skýrt í ljós:
I fyrsta lagi, að víða þarf ekkert
að gera til að hefta uppblástur
annað en girða landið, og í öðru
lagi hefur orðið þarna stórfelld
gróðurfarsbreyting. Til dæmis er
svæðið innan girðingar blátt af
blágresi fyrri hluta sumars, en ut-
an girðingar er ekki blágresi að
sjá. Blágresið hefur djúpar rætur
og hjálpar mjög til við að bæta
jarðveginn. Þetta sama er einnig
að koma í ljós í öðrum girðingum
skógræktarinnar.
Skólagirðingin gekk fljótt úr sér
og var ekki gripheld í mörg ár. Þá
fór þessi trjágróður ákaflega illa
og furðulegt, að hann skyldi ná
sér aftur svo sem raun ber vitni.
Árið 1952 samdist svo milli bæjar-
stjórnarinnar og Skógræktarfélags-
ins, að félagið tæki við þessari
girðingu og sæi um hana framveg-
is. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
lét setja nýja girðingu þarna 1955.
Þessi girðing segir bezt til þess,
hvers vænta má. Bendir allt til, að
trén þarna geti orðið allt að 20
m há.
Skólabörnin unnu líka að gróð-
ursetningu í Sléttuhlíð, en svæðið,
sem þau gróðursettu í þar, var
síðar úthlutað undir sumarbústaði.
Ári eftir stofnun Skógræktarfé-
lags Hafnarfjarðar fær félagið
land frá Hafnarfjarðarbæ í Grá-
helluhrauni. Var það 8 ha. á stærð.
Strax var hafizt handa, svæðið girt
og gróðursetning hafin. Árið 1949
er svo Gráhelluhraunsgirðingin
stækkuð um 30 ha og er hún því
nú 38 ha. að stærð.
Árið 1957 fær Skógræktarfélag-
ið 35,2 ha. land við Hvaleyrarvatn
Gleðileg jól!
Gott og farsælt komandi ár.
Þökkum viðskiptin.
BLÓMASKÁLINN v/Nýbýlaveg
í Gráhelluhrauni.
og er það girt sama ár. Ári síðar,
1958, er stóra girðingin gerð í
Stóraskógarhvammi í Undirhlíð-
um, en innan hennar er 67 ha.
svæði. I Stóraskógarhvammi eru
síðustu leifarnar af hinum víðáttu-
mikla birkiskógi, sem upphaflega
klæddi allar Undirhlíðar. Þegar
girt var, voru þar um 4 m háar
birkihríslur á nokkrum stöðum og
samfellt birkikjarr á stóru svæði.
Nú er gert ráð fyrir því, að á þeim
hluta landsins verði eingöngu
ræktaður birkiskógur og gamli
birkiskógurinn þannig endurnýj-
aður.
Loks var árið 1961 þriðja svæð-
>ið girt í Undirhlíðum. Það svæði
er 60 ha og nær frá Skólagirðing-
unni og norður undir Kaldá. Höf-
uðáhugamál félagsins hefur und-
anfarin ár beinzt að því að girða
sem mest, til þess að bjarga land-
inu frá eyðileggingu ofbeitar. Af-
girt land Skógræktarfélags Hafn-
arfjarðar nú er 212 ha. Samanlögð
lengd girðinga félagsins er 14M km.
I dag mundi það kosta 700 þúsund
krónur að koma þessum girðingum
upp.
Búið er að gróðursetja í 43,8 ha.
af þessu landi félagsins. Þegar
Skólagirðingin er frátalin, hefur
verið plantað í þetta rúmlega
200.000 trjáplöntum. Mestur hluti
þessara plantna er barrviður, svo
íem sitkagreni, blágreni, brodd-
greni, rauðgreni, sitkabastarður,
hvítgreni, skógarfura, bergfura,
stafafura og lerki. Þá hefur verið
plantað allmiklu af birki og verð-
ur það gert lilutfallslega meira síð-
ar. Einnig hefur verið plantað út
lítið eitt af öðrum trjátegundum.
Allmikið af þessu starfi hefur
verið unnið í sjálfboðavinnu, eink-
um fyrstu árin. En síðustu átta ár-
in hefur félagið haft einn fastan