Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Síða 18

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Síða 18
18 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Frá vígslu sundlaugarinnar 1943. rækt við handknattleikinn. — Hann hafði verið kenndur ásamt fleiri íþróttaleikjum á Statens Gymnastik Institut. og keppt- um við nemendurnir stundum í handknattleik við aðra skóla. Það voru Danir, sem fyrstir urðu til að setja handknattleikn- um fastar reglur, en þær voru að vísu nokkuð aðrar þá en nú. Valdimar Sveinbjörnsson, sem kennt hefur fimleika um langan aldur við Menntaskólann í Reykjavík, lærði á Statens, eins og ég sagði áðan. Þá um vetur- inn var handknattleikur kennd- ur í fyrsta sinn þar í skólanum, að því er Valdimar segir. Hann tók próf þar vorið 1921. Hann varð fyrstur manna til að kenna handknattleik hér á landi. Hann æfði meðal annars flokka í Hafnarfirði, bæði pilta og stúlk- ur, og mun stúlknaflokkur hans hafa verið fyrsti stúlknaflokkur- inn, sem keppti opinberlega í handknattleik hér á landi. Þær kepptu við stúlkur úr Reykja- vík, sem Valdimar hafði einnig æft. Það var jafnan góð sam- vinna milli mín og Valdimars og seinna komum við á kapp- leikjum milli pilta úr Mennta- skólanum og Flensborgarskóla. Við heimsóttum hvorir aðra á víxl. Valdimar hefur sagt, að þá hafi Flensborgarpiltarnir verið eina sveitin, sem gat keppt við Menntaskólann. Það var oft mikill spenningur og mikil harka í leikjunum og veitti ýmsum betur, enda voru sumir strák- arnir hérna miklir fyrir sér, ekki síður stórir en nú, margir helj- armenni, ógurlegir menn. Og áhuginn var mikill. Þegar Knatt- spyrriufélagið Haukar var stofn- að (1931), þá var það ekkert síður stofnað til handknattleiks en knattspyrnu, og í því voru meðal annarra gamlir Flens- borgarar. um fyrst vestur með sjó, skammt þar frá sem sundkennslan fór fram. Hlaupin æfðum við á skólamölinni (við lækinn), og þar æfðum við líka stökkin. Það var komið þar fyrir sandgryfju handa stökkvurunum. Og sú sandgryfja var nú heldur en ekki notuð. Skólakrakkarnir voru alltaf að stökkva í frímín- útum. Og á næstu árum stóðum við Hafnfirðingar framarlega í stökkum. Sumir okkar menn sköruðu fram úr, eins og til dæmis Oliver Steinn, en hitt var þó kannske meira, hve þátttaka í stökkum var almenn hér og hve margir voru liðtækir í þeim greinum. Stökkin hafa verið miklu minna æfð, síðan við fluttum æfingarnar upp á íþróttasvæðið á Hörðuvöllum nokkru eftir 1940, þó að við höf- um átt og eigum enn ýmsa mjög góða stökkvara. Það voru nokkuð margir, sem æfðu stangarstökk og ég þjálf- aði þá og reyndi að láta þá ná fallegum stíl. Ég gutlaði við stökkin sjálfur, þótt ég væri orð- inn nokkuð gamall til þess, mest til þess að halda utan að strák- unum. Ég stökk hæst 3,45 m, það er ekki hátt eftir því, sem síðar hefur verið stokkið, en það nægði þó til þess að verða Is- landsmeistari í þá daga. Annars hafði ég mest æft hlaup, meðan ég var fyrir austan, meðal ann- as þolhlaup, og ég keppti nokkr- um sinnum í spretthlaupum á Islandsmóti, varð til að mynda ÚTIÍÞRÓTTIR. Þegar ég var strákur austur í Mýrdal, gekkst ungmennafé- lagið þar stundum fyrir nám- skeiðum í glímum og öðrum íþróttum. Við strákarnir æfðum þar hlaup og stökk, og þar byrj- aði ég að æfa mig í stangarstökki og þótti ákaflega gaman að því. Svo syntum við líka. Við áttum sundlaug í Litla-Hvammi hjá barnaskólanum. Svo æfðum við líka söng og ýmislegt fleira. — Kennarinn okkar, Stefán Hann- esson í Litla-Hvammi, var lengi lífið og sálin í ungmennafélag- inu, þótt hann kenndi ekki íþróttir sjálfur. I íþróttaskólanum í Kaup- mannahöfn voru æfðar alls kon- ar úti-íþróttir, svo sem hlaup Stúlkur i'ir Fimleikafél. Ilafnarff., gamla. (Myndin er tekin á tröppunum í Bergen.) Fremst stendur kennurinn, Sína Arndal. Frernri rölHn, talið frá vinstri: Laufey Einarsdóttir, Kristjana Breiðfjörð, Sigurveig Steingrímsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Svava Einarsdóttir, Ilrefna Eggertsdóttir, Dagný Einarsdóttir, Sveinbjörg Auðunsdóttir. Efri röðin: Sjöfn Sigurðardóttir, Sigríður Egilsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Steiney Kristmundsdóttir, Guðbjörg F. Arndál. — Margar af þessum stúlkum voru síðar í handknattleiksfl. Valdimars Sveinbjörnssonar. og stökk og köst. Við áttum að geta kennt þetta, svo að við urð- um að kunna það sjálfir, og reyndar voru flestir eða allir nemendur skólans vanir íþrótta- menn. Þarna æfði ég meðal ann- ars stangarstökkið. Aður en ég kom til Hafnar- fjarðar, hafði ekki verið mikið um frjálsar íþróttir (úti-íþróttir) þar eða kennslu í þeim. Nokkrir menn höfðu þó æft þær með góðum árangri, eins og t. d. Gísli Sigurðsson lögregluþjónn. En strax vorið 1930 fór ég að reyna að fá strákana til þess að æfa frjálsar íþróttir. Til þess að örva þá og sýna þeim, að þetta væri alvara, tók ég þátt í Islands- mótinu 1930 og keppti í hlaup- um og stangarstökki. Við æfð- Stúlkur úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar (gamla). Taldar frá vinstri: Sigurveig Steingrímsdóttir, Steiney Kristmundsdóttir, Svava Einarsdóttir, Guðbjörg F. Arndal, Sína Arndal kerinari, Sigríður Jónsdóttir, Dagný Einarsdóttir, Sigríður Egilsdóttir, Sjöfn Sigurðardóttir.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.