Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Side 21

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Side 21
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 21 Kirkjuorganleikarinn, Páll Kr. Pálsson, við orgelið. í sumar sem leið, er samt gerð hennar hin sama og fyrr. Ekki hafa nema tveir sóknar- prestar þjónaS Hafnarfjarðarkirkju þennan aldarhelming, sem hún hef- ur nú staðið. Séra Árni Björnsson hafði orðið prestur í Görðum 1913, og tók hann þegar upp öll prests- störf í hinni nýju kirkju, þótt Garðakirkja væri stöku sinnum notuð til kirkjulegra athafna fyrstu árin. Ekki fluttist séra Árni til Hafnarfjarðar fyrr en 1928. Hann gegndi embættinu til dauðadags, 26. marz 1932. Þá var kosinn lög- mætri kosningu fyrir sóknarprest ungur guðfræðingur, Garðar Þor- steinsson úr Reykjavík (f. 2. des. 1906). Hann var vígður til prests 23. júní 1932 og hefur þjónað Hafn- arfjarðarkirkju síðan, í tæpan þriðjung aldar. Organleikarar kirkjunnar hafa ekki verið fleiri á þessum langa tíma en prestarnir: aðeins tveir. Friðrik Bjarnason tónskáld tók við störfum í kirkjunni nýreistri og hélt þeim til 1950 eða í hálfan fjórða áratug. Síðan hefur Páll Kr. Pálsson verið organleikari kirkj- unnar. Þá hefur kirkjunni einnig haldizt vel á meðhjálpurum sínum. Fyrsti meðhjálparinn var Gísli Jónsson hafnsögumaður, og gegndi hann því starfi til 1932, en áður hafði hann lengi verið meðhjálpari í Garðakirkju. Þá tók Steingrímur Torfason kaupmaður við meðhjálp- arastarfinu og annaðist það til dauðadags, 1946. Síðan hefur Jóel Ingvarsson skósmiður verið með- hjálpari og jafnframt umsjónar- maður kirkjunnar. Allmargir menn hafa átt sæti í sóknarnefnd þennan tíma, eins og húsum í Dýrafirði, sonur Ólafs Zakaríassonar bónda þar og konu hans, Veróniku Jónsdóttur prests Eyjólfssonar, en móðir séra Jóns var Guðrún dóttir Jóns prests og skálds á Bægisá, Þorlákssonar. Var Rögnvaldur gáfumaður mikill, hafði stundað húsagerðarlist er- lendis og var, þegar hér var kom- ið, ráðunautur landsstjórnarinnar um gerð opinberra bygginga. Hann andaðist á Vífilsstöðum 14. febrú- ar 1917, ókvæntur og bamlaus. Þykja mörg þau hús, sem hann teiknaði, hin prýðilegustu, stílhrein og látlaus og fögur í einfaldleik sínum. Á þetta ekki sízt við um kirkjur þær, er hann teiknaði, og ber Hafnarfjarðarkirkja þessu gott vitni. Guðni Þorláksson yfirsmiður var fæddur í Hafnarfirði 11. maí 1881. Foreldrar hans bjuggu í Þorláks- húsi á Stakkstæðinu, austan Reykjavíkurvegar og neðan Hverf- isgötu sem nú er. Hét móðir hans Margrét og var dóttir Guðna Jóns- sonar og Sigríðar Gísladóttur, er lengi bjuggu á Ingunnarstöðum í Brynjudal og Hvammi í Kjós. En faðir Guðna var af gömlum, hafn- firzkum ættum, hét Þorlákur Þor- láksson og var lengi skipstjóri á fiskibátum, en faðir eldra Þorláks var Hildibrandur Þorláksson bóndi í Ási við Hafnarfjörð, sá er Hildi- brandsætt er við kennd. Guðni lauk námi í Flensborgarskóla 1897 og nam síðan trésmíði hjá Bjarna snikkara Jónssyni í Reykjavík. Þótti Guðni vandaður smiður og kappsmikill við vinnu. Hann hafði staðið fyrir húsabyggingum víðs vegar um land, meðal annars á skólastöðunum Hólum og Eiðum, og kirkju hafði hann smíðað í Kollafjarðarnesi. Hann hafði smíð- að bryggjuhúsin við Gömlu bryggj- una hér í Hafnarfirði 1912. Hafði hann áður verið búsettur í Reykja- vík, en átti nú heima í Hafnar- firði. Hét kona hans Margrét Þor- láksdóttir smiðs frá ísafirði, Magn- ússonar. Þau eignuðust þrjú börn: Lúðvík kaupmann á Selfossi, Hjalta efnalaugarforstjóra I Reykjavík og Fyrstu embættismenn Hdfnarfjarðarkirkju: Organleikarinn (Friðrik Bjarnason), sóknarpresturinn (séra Arni Björnsson) og meðhjálparinn (Gísli Jónsson). Nijja kirkjuorgelið vígt. Önnu Margrétu, sem þau misstu, meðan kirkjusmíðin stóð yfir, telpu ekki ársgamla. Kirkjusmíðin gekk bæði fljótt og vel, og var henni svo að segja lokið, þegar Guðni Þorláksson veiktist skyndilega af lungnabólgu, sem dró hann til dauða 14. desem- ber 1914. Var útför hans gerð frá hinni nýju kirkju á Þorláksmessu- dag. Var það fyrsta kirkjulega at- höfnin, sem fram fór þar, fyrir ut- an kirkjuvígsluna, er Þórhallur biskup Bjarnarson framkvæmdi 20. desember 1914. Engin ástæða er til að lýsa kirkj- unni hér, því að hún er enn með sömu ummerkjum að mestu leyti. Söngpallinum var þó breytt ofur- lítið, þegar nýtt orgel var sett I kirkjuna 1955, en það orgel er hinn vandaðist og ágætasti gripur, eins og kunnugt er. Og þótt kirkjan hafi breytzt nokkuð á að sjá við það, að sett var I hana klukka með skífum á öllum hliðum turnsins nú

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.