Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Page 29
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR
29
Listagjörður lofar dyggð,
— leikur hjörð í túni braga,
Hafnarfjörður, hlýleg byggð
hleður vörður óðs og laga.
E. J. E.
Þegar ég kom fyrst á fund,
fannst mér voða gaman.
Fólkið var svo létt í lund,
það ljómaði í framan.
Hráfnhildur 12 ára.
I ljóðum finn ég einatt yl,
yndið fagra, sanna,
Því vil kátur koma til
kvæða- og ljóðamanna.
B.
Haustsins mugga hélugrá
hótar vetri köldum.
Við félagsstörfin fjöldinn þá
fórnar mörgum kvöldum.
Halla.
Langt er orðið Iífsins sviðið,
lýðum vil ég tjá.
Attatíu og eitt er liðið
árið bráðum hjá.
Sig. Mag.
vex á
Það er oft glatt
á hjalla hjá
þeim Kvæðafé-
lagsmönnum og
þegar þeir eru
ekki að kveða
þá geta þeir
brugðið sér upp
á leiksviðið,
eins og mynd
þessi ber með
sér.
Þegar heilsar haustsól fríð
hjúpuð skýjatárum,
hún er eins og brosi blíð
brá und gráum hárum.
Jóhanna.
Sólin bjarta signir jörð,
sérhvert hjarta gleður.
Bjargið hart við bláan fjörð
báran vart nú treður.
Kristján.
Raunir féhirðis.
Innheimtuna ofar set
öllum mínum þrautum.
Fyrirgefið fáum get
félagsskuldunautum.
Gjaldkeri.
Upp þá vísu Eyfjörð dró
af áheyrendum knúinn.
kvaðst hann vera alveg ó-
undir þetta búinn
M. J.
Á leið til fundar.
Þó að annir ýmsum hjá
yndi banni stundum,
kætin sanna kviknar á
kvæðamannafundum
B. E.
Eftir árshátíð
Svo endaði allt með drykkju og dans
dömum hjá og herrafans.
Stjórnaði Jens með gleðiglans
gömlum polka og Ola skans.
Sigurunn.
Um þrítugs afmæli félagsinls.
Minningin er góð og glæst,
gekk hér allt með prýði.
Þá er lokið því sem næst
þrjátíu ára stríði.
Jón Vídalín.
Meður hægð fram Magnús dró
mærð í fáum línum.
Bókasafnið bar liann þó
í buxnavasa sínum.
S.
Um félaga.
Gildur halur hreyfir sálm.
Hér er dvalarfriður.
Ekki er falur fyrir málm
fagurgalasmiður.
Kj. Hj.
Heimsókn Iðunnar.
Iðunnar var artin stór
og andans kostur góður.
Nú til Hafnarfjarðar fór
að finna litla bróður.
J. H.
Efst á baugi.
Lendaruggið lagar kropp
og liðkar hann til muna,
þótt menn kalli Húla-hopp
hringavitleysuna.
J. II.
Á síðasta vorfundi.
Vondri linnir vetrarraust,
vorið spáir hlýju.
Sjáumst aftur heil í haust
og hefjum fundi að nýju.
K. E. G.
Á fyrsta haustfundi.
Aukum fagran yndishag,
éflið starfið betur.
Ferskeytlunnar ljúfa lag
látum hljóma í vetur.
H. J.
Allgóð fundarsókn.
Kynslóðirnar öld af öld
undu í Bragalundi.
Tveir á fjórða tug í kvöld
töldust hér á fundi.
J. H.
Ritarinn dró fyrir glugga.
Ymsir nefndu andskotann,
aðrir báðu griða,
er rann hér yfir ritarann
rúllutjaldaskriða.
B. E.
Til Svövu.
Á „landsé“-fundmn liðug ertu.
Liggur margt til bótanna.
Margir segja, að mikið sértu
menntuð vel til fótanna.
H. J.
Einnig þessi.
I mér gerjar ástarþrá,
andans þyngsta byrði,
frá því að ég Svövu sá
suður í Hafnarfirði.
G. I.
Um félaga Kristj’án.
Ilagyrðingur hófst með glingur,
hvergi stingur náungann,
orkuslyngur fram í fingur
frumort syngur ljóðin hann.
Konráð.
Á fundi.
Gleðja margir okkar önd,
ýmsir kveða hljóta.
Fjórar prjóna fimri hönd
fundar meðan njóta.
B.
Nýj’a eyj'an.
Fráleitt verður fréttin rengd,
fólkið hjá sér letrar,
Eyjan nýja er á lengd
átta hundrað metrar.
Konráð.
Leikur vart á tungum tveim,
— tál þótt margan hrelli —
meðan stöku hyllum hreim,
heldur tungan velli.
í. S.
Félag öðlist framtíð bjarta.
Fyllið salinn Ijóða dug.
Alls hins bezta af öllu lijarta
óska ég því af ráðnum hug.
Sig. M.
Hvorki kann ég hemja nú í huga
mínum
rímorð góð né styrka stuðla,
en streitist við og blöðin kuðla.
R. G.
Ýmsar myndir má hér sjá,
máluð ein er svona:
Svörtum fjöðrum sveif hér á
sviflétt Stjána kona.
S. B.
Gangi allir sorg á svig
sálina til að fægja.
Eg vil láta leigja þig,
Lóa, til að lilæja.
K.
Eg það tjái utan gríns:
aura hriktir vígið:
Þegar krefst ég kaupsins míns
kemur pólitíið.
M.
■£k
?:''n \'~S'--
. v i ’/
Bágt eiga ekki bæj'armenn
þó blotni fjörusteinar,
enda halda í hönd þeim enn
hýrir jólasveinar.
Sástu skáld og skýjaglóp
skálma leiðir beinar?
Eru líka í okkar hóp
ekta jólasveinar.
Kj. Hj.