Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Page 37

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Page 37
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 37 Hamborg. Fiskmarkaðurinn í Altona. á breidd á kafla, en dalurinn rúm- ir 300 m. Undirlendi er ekkert, að- eins mjó ræma fyrir járnbrautir og bíla. Mannabústaðir lianga utan í bergveggnum, og hvar sem gil eða dalverpi opnast, þar er þorp eða borg. Hér og hvar húka miðalda- kastalar uppi á berggnípum við ána eins og arnarhreiður, þar sem ránfuglar hlakka yfir bráð. Þar bjuggu eitt sinn ráðríkir riddarar, hetjur, sem réðu hér lögum og llof- um, heimtuðu tolla og tíundir, og það eru einnig smáeyjar í fljótinu og á þeim gnæfa fornir vígturnar og hervirki. Hér brýtur öðru hverju á flúðum og hin öflugu Rínarskip þokast varla úr stað gegn straum. Eg rýni eftir fljótinu og býst við að sjá klettadrang gnæfa upp úr straumiðunni, því að ég hlýt að vera í nágrenni við Loreley. Eg hafði gleymt því í bili, hve Rín er gömul. Hún hefur steypt öllum slikum náttúrufyrirbærum fyrir löngu. Loreleykletturinn er þver- bníptur höfði, 134 m á hæð, sem skagar út í fljótið austanvert skammt fyrir sunnan borgina St. Goarshausen. Þar nemur lestin staðar, og ég fer út til þess að skoða betur þennan margfræga stað. Hér er háborg hinnar róman- tísku Rínar. Yfir St. Goarshausen gnæfir kastalinn Katz, nýlega end- urbyggður sem skóli og barnaheim- ili. Uppi á bjarggnípunni fyrir handan ber rústir Rheinfelskastala við loft, stærsta kastala við Rín, en á austurbakkanum nokkru norð- ar gnæfir virkið Maus. Oll þessi hernaðarmannvirki og ótalmöng önnur bera ljóst vitni um það, hvernig stjórnarhættir hafa ríkt við Rín um langan aldur. Rín er ein af lífæðum Vestur-Evrópu, en um aldaraðir fékk hún ekki að slá ótrufluð sökum riddaranna í köst- ulunum. Hér er víða hættuleg sigl- ing litlum skipum eins og Loreley- sögnin vottar. Kaupmenn í Frank- furt opnuðu skipum sínum ein- hvern tíma fyrir löngu dálítinn ál i verstu grynningarnar sunnarlega í dalnum, en þar við sat fram á 19. öld. Það er fyrst eftir stofnun Rínarsambandsins á Vínarfundin- um 1815, að farið var að greiða hér verulega fyrir samgöngum. Svo djúpstæð var sundrung Þýzka- lands til skamms tíma, að það var ekki hægt að nytja þessa mestu samgönguæð Vesturlanda, og á vorum dögum leggst sundrung þjóðarinnar í nýjan og djúpan far- veg-, Nú eru fluttar undir 40 milljón- ir lesta af varningi á ári hverju eftir Rín, og milljópir manna ferð- ast eftir fljótinu; stærstu ferjurnar ^ ppS *j BX 1 li 1 rúma um 2700 manns. En Rín er viðkvæm og siglingin vandasöm; það má ekki breyta farvegi hennar nema með gát. Með nútímatækni virðist auðvellt að sprengja flúðir og ryðja hindrunum úr vegi skipa, og það er gert, en varast verður að breyta vatnsborði fljótsins. Það verður að halda breidd sinni sök- um vatnavaxta, og hlíðarnar verða að speglast í vatnsfletinum. Þetta er hvorki rómantík ílé náttúru- vernd, heldur vísindi og ræktun. Rín verður að fá að endurvarpa geislum sólar á vínekrurnar í hlíð- unum; gæði vínþrúgnanna fara að verulegu leyti eftir því, hve vel þær speglast í fleti árinnar. Vínið úr þessum dal er ekki að ástæðu- lausu kennt við fljótið, og suður í Geisenlieim er mikil rannsóknar- stöð fyrir garð- og vínyrkju og fræg fyrir vínvísindi. Sá, sem á flösku af Rínarvíni í skápnum sín- um, minnist þess, að þrúgurnar hafa sumarlangt speglast í hinu fræga fljóti. Loreley. Þegar ég kom út úr lestinni í St. Goarhausen, virtust mér nokkr- ar ritur bíða mín á brautarpallin- um eins og móttökunefnd staðar- ins. Það er gaman að hitta forna vini, og ég gekk í átt til þeirra, þar sem þær sátu á stólpum, en þá flugu þær upp og voru alls ekki ritur, heldur einhverjir Rínarmáv- ar; og þeir flugu í undarlegum hlykkjum og görguðu framandi nefjum. Sennilega voru þeir fullir. Ég hafði heyrt, að dalurinn ómaði af lævirkjasöng. En hann syngur sennilega ekki um þetta leyti árs eða dags, a. m. k. heyrði ég engan lævirkjaklið, heldur andlaust gaig í mávum. Niðri á höfninni liggja fiskibátar og einn þeirra heitir Hildegard eins og stúlka heima á íslandi. Ég veit, að það er mikið af ál í Rín og einnig einhvers kon- ar lax og silungur og e. t. v. fleiri fiskitegundir. Ég er illa að mér í fiskifræðum, og hér er enga fiski- menn að sjá, sem geta bætt úr vanþekkingu minni. Það er sunnu- dagur. Sennilega eru þeir í kirkju. Ég geng inn í guðshúsið; það stendur á kaþólskri hámessu og kirkjan er troðfull. En messugerð- in stendur of lengi; ég þoka mér út og geng með ströndinni í átt- ina að Loreley-klettinum. Meðal Þjóðverja átti róm- antíska stefnan í bókmenntum blómaskeið sitt; þeir eru jafnvel taldir höfundar hennar. Um 1800 gróf skáldið Clemens Brentano upp þjóðsöguna um vatnadísina Lore-Ley, sem heillaði farmenn, sem heyrðu hana, til sín í djúp- ið. Þetta er ævaforn farandsögn, er m. a. kunn í Hómerskvið- um, en Heinrich Heine liefur gert hana ódauðlega með kvæð- inu Loreley, sem allar þjóðir kunna. Og þó ekki allir. Fyrir tveimur árum ókum við Jón Helga- son prófessor í Kaupmannahöfn að kvöldi með fram uppljómuðu vatni austur í Kína, og í bílnum hjá okkur var ung stúlka, sem söng eins og fugl á kvisti; Jón spurði hana„ hvort hún kannaðist við Loreley. Þegar hún kvað nei við, sagði hann, að það hefði verið stúlka, sem söng svo vel í bílnum, að bílstjórinn ók út í næsta skurð eða vatn og drukknaði þar ásamt farþegum sínum nema henni. Hún fór í næsta bíl og hélt áfram að syngja. Mér ofbauð guðlast próf- essorsins og sagði vinkonu okkar, að Loreley hafi verið þýzk (Ger- man) stúlka. En Jón sat við sinn keip, sneri út úr framburði mínum á orðinu German og sagði: Lorel- ey var formaður (chairman) í félagi atvinnubilstjóra og vann að því að fækka í stéttinni til þess að forða atvinnuleysi. Þannig fengu Kínverjar spurnir af hinum mikla

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.