Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Síða 39

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Síða 39
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 39 eilífu, heldur mildin. Ég lofa hér eftir öllum hljóðaklettum að orga eins og þeir vilja, en stíg upp í járnbrautarlestina og ek áfram upp hinn fagra Rínardal. — Sólin er farin að skína öðru hverju milli skýja, og ég er búinn að gleyma, að það er haust. Það er gaman að láta blekkjast, en skemmtilegra að losna við blekkinguna. Jafnvel í járnbrautarlest hlýtur þessi sí- breytileiki fjalla og dála, skóga og vínekra, víðáttu og þrengsla, eyja og flúða, fugla og skipa að gleðja hugann. Mér finnst einungis, að mávurinn eigi hér ekki heima, en gleðzt stórlega, þegar ég þykist kenna örn svífandi yfir fljótinu með æti í klónum. Ég fer inn í veit- ingavagninn og drekk skál dalsins í Rínarvíni. Veröldin er dásamleg, það eru mávar suður í Rínardal og vínviður norður á Islandi. Ég fer úr lestinni í Rúdesheim, ein- hvers staðar verð ég að snúa við. Rúdésheim. Borgin hangir eins og aðrar í Rínarsveitum utan í klettahlíð, og vínsafnið er lokað. Ég hafði heyrt, að hér væri eitt af frægustu vín- söfnum veraldar og ætlaði að skoða stofnunina, en það er sunnudagur og ferðamannastraumurinn liðinn hjá. Hér eru leifar elzta kastala við Rín, en nokkru neðar í fljótinu er eyja með fornum virkisturni, Músaturninum fræga. Þjóðsögur herma, að eitt sinn hafi gert mikið hallæri hér og hungursneyð. — Hatto, biskup af Mains, átti gnægðir korns í hlöðum, en hann lét alla synjandi frá sér fara. Dag nokkurn bauð hann öllum fátækl- ingum að safnast saman í stórri kornhlöðu, þar skyldi hann líkna þeim. A tilsettri stund streymdi þangað fjöldi manns, en þá bauð biskup þjónum sínum að loka hlöð- unni og kveikja í henni. Þegar kvalaópin bárust innan úr eldin- um, hló biskup og sagði: „Heyrið þið, hvernig mýsnar tísta.“ Þegar hann gekk til náða um kvöldið, ruddust mýs gegn um all- ar dyr á höll hans og ætluðu að éta hann. Biskup spratt upp og reyndi að forða sér, en mýsnar eltu hann, hvert sem hann fór. Að lokum hélt hann út í gamlan turn í miðri Rín, og vonaði að finna þar griðastað. En mýsnar syntu yfir fljótið, skriðu inn í turninn og slitu biskup kvikan. Þannig er þjóðsagan, en þeir, sem leita nýguðfræðilegra skýringa á furðusögnum, benda á, að Múse- turn sé alþýðleg afbökun eða skýr- ing á forna orðinu Mautturm, sem merkir tollturn samkvæmt orðabók Jóns Ofeigssonar. Hér var toll- heimtustöð í gamla daga, en þjóð- sagan heimtar sitt. Biskupinn í Mains var oft frekur tollheimtu- maður og óvæginn. Hér var ríki hans og hér báðu lítilmagnarnir honum bölbæna. Nú er hér eftir- litsstöð með siglingum á Rín. I dalverpi á vestri bakka nokkru fyrir sunnan reisti Karlamagnús keisari sér höll. Þar heitir nú Ing- elheim. í Winkel hér rétt fyrir sunnan bjó Goethe oft löngum sem gestur hjá Brentano greifa; þar fyrir sunnan í Eltville bjó Guten- berg gamli, sem hoffmaður hjá einum af kjörfurstunum af Mains, og fann upp prentlistina. En hér uppi á sléttunni rétt fyrir ofan dal- inn er kastalinn Johannisberg eða Jóhannesarbjarg, sem um getur í Heljarslóðarorustu Gröndals. Þessi kastali og allar vínekrur, sem hon- um fylgja, gaf Þýzkalandskeisari Metternich fursta eftir Vínarfund- inn 1815 „fyrir að varðveita frið í Evrópu". Þessi fyrrverandi frið- arverðlaun eru enn í eigu Mett- ernichættarinnar. Hún býr þama uppi landflótta sunnan úr Bæ- heimi, en ég efast um að mér yrði boðið inn, þótt ég berði að dyrum. Hér gengur ein þröng og brött gata gegnum bæinn upp í hlíðina. Mér sýnist hún aðeins tveir eða þrír metrar á breidd og beggja vegna er óslitin röð af knæpum og vínbúðum. Ég rangla inn í eina knæpuna og fæ glas af vondu víni. Ferðamenn eru einhver auvirði- legasta og réttindasnauðasta stétt manna, sem til er. Allir gera sér að reglu að féfletta þá, tæla þá og gabba. Það er dyggð að svíkja ferðamenn, selja þðim dreggjar úr vínpressunum og fylla þá af skrumi. A vorum dögum er bráð- nauðsynlegt að stofna stéttarfélag ferðamanna með verkfallsrétti og alþjóðamiðstöð í Genf. Ég vil fá betra vín, en verð þá að kaupa flösku; því neita ég og held til brautarstöðvarinnar. Það er bezt að ná til Kölnar í kvöld. Ur i þjóðarbúskapnum Tímarit um efnahagsmál Söluumboð: Bókaútgáfan HELGAFELL Framkvœmdabanki Islands HVERFISGÖTU 6 Verzlunin J3íJ(f)3i2[D óskar öllum viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla góðs og farsæls nýárs. Með þökk fyrir viðskiptin á liðna árimt. Verzlunin HJÓLDE) Reykjavíkurvegi 1, Hafnarfirði Skóvinnustofan Gunnarssundi 8 er opin alla daga frá kl. 8 f. h. til 6 e. h. Fljót og góð afgreiðsla. Óskum öllum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla Góðs og farsæls komandi árs. Þökkum viðskiptin. Skóvinnustofan Gunnafssundi 8, Hafnarfirði J Al Isl konarj ió lagj iafavör ur STEBBABÚÐ s™5'”

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.