Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Síða 42

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Síða 42
42 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJABÐAR Hafnfirðingar hafa jafnan litið með nokkru stolti til hafnfirzkrar bókaútgáfu, og þeir fylgjast gjarn- an vel með nýjum bókum, sem koma írá hafnfirzk- um bókaútgefendum. í fararbroddi nefnist ný bók skráð af Guðmundi G. Hagalín, gefin út af Skugg- sjá. Þetta er tyrra bindi af ævisögu hins kunna athaína- og útgerðarmanns, Haralds Böðvarsson- ar. Þetta er saga mikilhæfs manns og um leið at- vinnusaga. Það er ekki að eta, að mörgum Hafn- firðingi mun leika hugur á að kynnast þessari bók. Jólablað Hafnarfjarðar hefur fengið leyfi til að birta eftirfarandi kafla úr bókinni og kann fyrir það beztu þakkir. Jólablaðið er þess fullvíst, að lesendum muni finnast þessi brot skemmtileg af- lestrar, þótt þau njóti sín hvergi til fulls, miðað við það að hafa bókina sjálía. Tvö brot úr bókinni »1 fararbroddi« eftir Guðmund G. Hagalín spennti greipar, hneigði höfuðið og bað: „Góði Guð og Jesú, ég bið ykkur nú að gera það fyrir mig og hana mömmu og hann pabba, líka fyrir Völlu og Bjössa og Axel og Leif — og fyrir hana litlu systur, þó hún sé sofandi núna, að láta ekki skip- ið reka upp og brotna. Við skulum öll reyna að vera góð og muna að lesa bænirnar okkar á kvöldin og signa okkur á morgnana, þegar við komum út — ef við erum þá ekki of syfjuð á kvöldin og liggur svo afskaplega mikið á á morgnana. eins sperrt og þau gátu orðið. Fað- irinn horfði líka á hann í bið og undrun — ef ekki eftirvæntingu. Og auðvitað horfði Helga Guð- brandsdóttir einnig á soninn. En augu hennar voru óræð. Hún hafði tekið að kenna honum bænir, strax og hann var orðinn það skýrmælt- ur, að hann gæti haft orðin eftir henni óbjöguð, og þær bænir lét hún hann lesa á hverju kvöldi í eitt eða tvö ár. Svo tók hún að láta hann bæta við bæn frá eigin brjósti, áður en hann las Faðir vor og Blessunarorðin. Síðasta árið hafði Snemma beygist krókurinn til þess er verda vill »Víst gerir Hann það« Böðvar Þorvaldsson, kaup- maður og útgerðarmaður, faðir Haralds Böðvarssonar, hefur keypt þilsldp frá Skotlandi. Það er nýkomið og liggur á Kross- víkinni, þar sem verið er að lag- færa það og búa það undir veið- amar. Þá rekur á ofsaveður, skipið fer að drífa og það er óttast um það. Böðvar Þorvalds- son og fjölskylda hans er í stof- unni heima hjá honum og bíða átekta. Uggur og kvíði Iiggja í loftinu, því að skipið er óvá- tryggt. Og það gleymist alveg, að í dag er 7. afmælisdagur Haralds litla. Og nú gefum við Hagalín orðið: Helga Guðbrandsdóttir hafði ekki sagt neitt, nema þetta við Valdísi litlu, allan þann tíma, sem fjölskyldan hafði verið þarna sam- ansöfnuð í stofunni. Nú stakk hún allra snöggvast prjóni upp í hárið á sér og mælti rólega: „Þessi áhlaup standa nú sjaldan lengi, — hann sprengir sig, eins og það er kallað." „Það er bara, að annar sprengi sig ekki áður,“ sagði bóndi henn- ar. Ekkert meira. „Við eigum nú Guð yfir okkur — líka veðrahamurinn, og ef hon- um þykir henta að lyfta fingri, þá gildir það sama hér og okkur er sagt frá í Ritningunni. Hann Stur- laugur, afi minn, sagði einhvern tíma, þegar þeir voru að dást að sjómennskunni hans: „Já, meðan Hann telur mér og þeim, sem með mér eru, það bezt henta, á meðan get ég varazt hverja báru, hvort heldur er í röstunum hérna á hon- um Breiðafirði — eða á útsjó undir Jökli.“ Og hann var víst ekki að veifa trúnni sinni, maður sá — ekki svona hversdags. ... En það sagði mér maður, sem oft og lengi var með honum á sjó, að aldrei hefði hann orðið þess var, að hann kviði neinu. ... Og ekki trúi ég, að hann hafi verið sérlega kvíð- inn, hann tengdafaðir minn, þó að hann brygði sér stundum í skinn- klæði, meðan hann var prestur í Grindavík — mér hefur ekki fund- izt hann vera þannig.“ Böðvar Þorvaldsson svaraði ekki, en það var sem hann réttist í baki. Þá var það, að Haraldur Böðv- arsson leit á móður sína og gekk síðan rakleitt til hennar og stað- næmdist við kné henni. Hann þagnaði andartak, en sagði svo: „Mamma mín, ég skal biðja Guð að gefa það, að skipið okkar reki ekki á skerin, — á boðana eða upp í fjöruna.“ Þeir sneru sér allir við, bræðurn- ir, sem stóðu úti við gluggann, og Valdís lét saumana sína síga í kelt- una. Öll horfðu þau á hann, systk- inin, munnurinn opinn, augun hún ekki skipt sér af kvöldbænum hans, en þó gefið honum gætur og komizt að raun um, að hann van- rækti ekki lesturinn — ekki heldur að biðja frá eigin brjósti, þó að raunar hefði komið fyrir, að hann dytti út af, áður en hann kæmist svo langt. Hvers beið hún nú? Hvers vegna svaraði hún honum ekki? Kannski hugsaði hún sem svo: Gæti það ekki orðið drengn- um mínum áfal'l að biðja Guð um það af fyllsta trúnaðartrausti, sem okkur finnst öllum mikið undir komið, og fá ef til vill ekki bæn- heyrslu? Hann sagði af nokkurri óþreyju: „Þú hefur sagt mér, að Guð gerði það, sem hann væri beðinn um nógu vel — ef maður tryði því, að hann gerði það.“ Móðirin sleppti prjónunum, greip í hendur syni sínum og horfði á hann eins og augu hennar gátu orðið skærust og mildust: „Bið þú, barnið mitt.“ Og hann dró að sér hendurnar, ... í Jesú nafni, a-men." Það var steinhljóð í stofunni. Enginn sagði neitt, enginn hreyfði sig. Og það var eins og landsynn- ingurinn hefði tekið sér stund til umhugsunar. Svo réðst hann á hús- ið á ný af slíku offorsi, að það nötr- aði meir en nokkru sinni áður. Ein- hver af rúðunum var tekin að gnötra, heyrðist frá henni lang- drægt og hriktandi hljóð — svo sem fjarlæg kveinan, rofin af áköf- um, en niðurbældum ekka. Og nú þaut Haraldur út að glugganum, og faðir hans og bræður horfðu þangað líka, nema sá yngsti. Hann stakk fingri í munninn, horfði á móðurina, sagði: „Heldurðu að Hann geri þetta ( ekki, mamma?" Haraldur horfði á rokið á Sund- inu. Það var mikið, að ekki skyldi hreinlega sjást í botn. Svo sem andartak var hann gagntekinn af leik stormsins á Sundinu — og sko, hvernig hann tætti í sundur hvíta falda öldunnar, sem braut á Vest- Ensk, dönsk, þýzk og amerísk leikföng í miklu og fjölbreyttu úrvali Verzlunin FÖNDUR s.l. Reykjavíkurvegi

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.