Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 5

Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 5
HEIMILISVINURINN 5 hrum af elli og vesöld og verðir að vera upp á manna náðir komin með allt“. Var nokkur beiskja í rómnumf Jeg leit upp. Skæra, rólega augnaráðið benti á þolinmæði og undirgefni. „Jæja" sagði jeg, „þetta er nú allt satt, en einmitt þess vegna er mjer forvitni á að vita, hvers vegna þú getur allt af verið svona glöð“. „Já, það er nú gáta, sem lífið þarf að ráða þjer, barnið mitt", sagði Björg. „Þú ert ung. Það var jeg líka einu sinni — fyrir löngu, löngu síðan“. Hún þagnaði við og það kom angur- blíðusvipur á andlit hennar, einhver saknaðarblær, þegar hún minntist æskudaganna löngu horfnu. — „Jeg var ung og glöð, en jeg vissi þá ekki hver er sanna gleðin, gleðin, sem friður og ánægja fylgir, sem líka getur tekið sjer ból í hjörtum sveitarómaganna, sem getur byggt hin aumustu hreysi, ekki síður en skrauthýsin. Hún breytir fátækt í auðlegð, gjörir sorgina ljetta og veitir líf í dauða“. „Jeg skil þig ekki vel, Björg mín“, sagði jeg. „Þú værir væn, ef þú segðir mjer þetta betur". „Reynslan er dýrmæt, barnið mitt“, sagði Björg, „hún þroskar mann og sýnir manni, hvað lífið er. Hún hefur sýnt mjer, að alt hið ytra, auður, metorð, frægð, heiður — það á ekkert skylt við gleðina og friðinn, sem við vorum að tala um; hún fæst ekki fyrir neitt af þessu. En

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.