Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 24
*4
HEIMILISVINURINN
var að spyrja þau út úr 2. grein trúarjátningarinn-
ar —, að Pontíus Pílatus hefði verið — spíta, sem
hefði verið negld ofan á krossinn(l) — og þóvarð
hún næst þeirri cfstu við ferminguna.---------
Já, og Jói hjelt í vetur að Kristur hefði verið
skírður á skírdag. Hann sagði líka allt af að hann
hefði verið >kristnaður«, þegar hann fermdist, og
var jeg þó búinn að hlæja nokkrum sinnum að
honum fyrir það. Því að okkar prestur hafði opt
sagt, eins og reyndar allir vissu, að börnin væru
orðin kristin, undir eins og búið væri að skíra
þau, skírnin væri upptaka í kristinn söfnuð, en ekki
fermingin, og því væri algjört bögumæli að segja
að menn >kristnuðust« við ferminguna. >En það
þarf meira en skírn og fermingu til að verða sann-
kristinn«, hafði hann bætt við einu sinni, þegar
hann var að tala um þetta við okkur. — —
Allt í einu varð jeg að hætta þessuin hugs-
unum. Pabbi minn kallaði á mig, hann var að
beizla hesta fyrir ofan tún.
Hann skyldi þó ekki ætla að gefa mjernýjan
hnakk? Það var ekki ómögulegt, að hann hefði
flutt hann heim í laumi, og geymt hann einhvers-
staðir í húsgarða. Gamli hnakkurinn var nú orð-
inn 7 ára, og varla við mitt liæfi, að mjer fannst.
Nei, það var þá eitthvað annað.
»Góði minrt, hefurðu nú hugsað vel um heitin,
sem þú átt að vinna i dag?«, sagði pabbi minn f