Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 12

Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 12
12 HEIMILISVINURINN mjer tókst að stjórna geði mínu, hjelt jeg að jeg væri miklu nær guðs ríki en áður. Tíminn líður fljótt. og núna finnst mjer þetta hafa skeð í gær. Árin liðu. Systkini mín voru nú öll komin til fullorðinsára. Þau fluttu sitt í hverja áttina, sum til Ameriku og hin í aðrar sýslur lands þessa. Jeg var ein eptir í litla kauptúninu ásamt móður minni. Jeg var búin að vera nokkur ár vinnukona í kaupmannshúsinu. Jeg hafði gott kaup og nú gat jeg keypt mjer falleg föt og farið á hverja skemtun. Einstöku sinnum hugs- aði jeg um fermingardaginn minn og heitið, er jeg vann þá, en svo hætti jeg því nær að minn- ast hans. Jeg hafði annað um að hugsa, þar sem voru allir dansleikirnir og skemtanirnar, sem jeg var svo sólgin í. Jeg hafði umsvif fyrir mörgu eins og Marta forðum, og jeg vissi þá ekki að »eitt er nauðsynlegt*. Jeg fann ekki, að það var nauðsyn. brýn nauðsyn fyrir mig, að koma til Krists. Þar á móti fannst mjer það lífsnauðsyn- legt, að vera í iallegum fötum og láta fólki geðj- ast vel að mjer. Jeg var búinn að heyra, að sumir ungu piltarnir litu mig hýru auga. Það líkaði mjer vel, og jeg eyddi margri stundinni í það, að láta spegilinn segja mjer álit sitt um út- lit mitt. Þá voru nú þessir hvítu, stuttu lokkar langar, svartar harfljettur, kinnin var ávöl og rjóð

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.