Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 43
HEIMILISVINURINN
43
ferinu í sjóinn, sem þeir höfðu til að losa af sér
hlekkina. Varðmaðurinn vaknaði. „Ino ityf“
(Hvað er þettaf). „Það var ekki annað en kefli,
sem datt í sjóinn", svaraði Mahihitse. Varðmað-
urinn sofnaði þá aptur og svo fleygðu þeir sér út-
Þyrðis og tóku til sunds. En það var langt til
lands og straumurinn móti þeim, svo þeir náðu landi
við iflan leik. Þeir komust 2 fyrst að landi, en
hinn 3. var eptir. Hann hafði að sönnu getað
ieyst hlekkina af höndum sér og fótum; en hlekk-
lria, sem voru um hálsinn á honum, höfðu þeir ekki
getað opnað. Hlekkirnir hjeldu honum niðri, og
Þeir hjeldu, að hann hefði sokkið. Þeir syntu þó
spölkorn til baka í kolsvarta myrkrinu, og heyrðu
Þá skvampið í honum í sjónum skammt burtu,
náðu til hans og hjálpuðu honum að landi
Þeir voru samt ekki úr allri hættu; sá, sem
bar hlekkina, skjökti með þeim eins og hann fram-
ast gat. En þegar dagur rann upp og sólin brenn-
feit mæddi þá hungraða og þyrsta með geislum
sínum, þá fjellst þeim hugur. Hvað áttu þeir nú
hl bragðs að takaf Ef þeir yfirgæfu nú vin sinn
1 hlekkjunum, þá var honum dauðinn vís, og ef
feir hefðu hann með sjer, þá myndu hlekkirnir
fetna upp um þá. Þá hugkvæmdist þeim, að þessi
^aður átti „fatedra" o: fóstbróður, sem hann hafði
blandað blóði við, eins og þar er algengt. — Skildi
Þá með þeim, þrællinn með hálshlekkina leitaði til
þessa fóstbróður sfns, en komst eptir marga hrakn-