Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 6

Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 6
6 HEIMILISVINURINN jeg skal segja þjer stutt ágrip af æfisögu minni, ef þú vilt. Hún er ekki merkilegri eða viðburða- ríkari en ótal annara. Það er sama breyska hjart- að, sem á í höggi við freistingar og þrautir. Þar skiptast a bros og grátur, uns dauðinn bregður sigð sinni. — En ef þú vilt skal jeg byrja.“ „Faðir minn druknaði þegar jeg var 5 ára gömul. Móðir mín“stóð þá eptir ein með hópinn sinn, 4 börn ung. Sárfátæk var hún, það lítið sem til var, fór í skuldir. Hún vann nótt og dag; sveitin lagði henni lítið eitt árlega til framfæris. Við börnin vorum öll heima hjá henni á meðan við vorum i ómegð, en óðar en við komumst nokkuð til vika, urðum við að fara áð vinna hjá vandalausum. Við bjuggum í litlu kauptúni og helstu endurminningar mínar frá barnæskunnni eru fiskireitirnir hjá J. kaupmanni. Frá því snemma á morgnana til þess seint á kvöldin rogaðist jeg með þungar handbörur fullar af fiski, ýmist til breiðslu eða hleðslu. Opt var jeg þreytt þegar dagurinn var liðinn og jeg lagðist til svefns í rúmi mínu, og jeg man, að jeg öfundaði þá, sem ekki þurftu að vinna, sem gátu lifað og leikið sjer áhyggjulausir fyrir morgundeginum. Fátæktin bindur manni opt og einatt þungar byrðar. Það var nóg um skemtanir og glaðværð í kaupstaðn- um, en jeg gat ekki tekið þátt í þeim, fötin mín voru of fátækleg til þess. Jeg vissi, að sumar efnalitlar stúlkur lánuðu sjer föt á dansleiki eða

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.