Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 17

Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 17
HEIMILISVINURINÍJ 17 saman um hann, sem elskaði oss svo heitt, að hann gaf sig sjálfan út fyrir oss; við þekktum hann ekki og þó kölluðum við okkur kristin! kristin! án þess að nefna nafn hans í alvöru 1 fjölda, fjölda mörg ár! En nú hef jeg öðlast frið í órólega hjartað mitt, hann hefur fundið niig — glataði sonurinn er snúinn við heim til föðurhús- anna, og nú veit jeg, að lifi jeg, þá lifi jeg drottní, °g deyi jeg, þá dey jeg rólegur, já glaður, því Jesús yfirvann dauðann — hann er hjá mjer, Björg. Getur þú sagt hið sama? Ó, segðu að þú skulir maeta mjer við hægri hlið hans, þar þurfum við aldrei að skilja —«. Hann tók í hönd mína og horfði heitt og innilega á mig og mælti: „Skilurðu mig Björg?" Björg gamla þagnaði og tók hend- inni fyrir augun: Jeg skildi hann ekki. „Æ, tal- aðu ekki um að deyja", sagði jeg og fór að gráta. „Gráttu ekki“, sagði hann ofur blíðlega og strauk máttfarinni hönd sinni um kinn mjer. „Jeg kom ekki fyr en á elleftu stundu, lengi varð drottinn að bíða eptir mjer, en hann tók a móti mjer opnum náðarörmum. Jeg kom eins og ræn- inginn á krossinum, jeg hef líka verið ræningi — þú veizt það, góða konan mín, að jeg hef rænt Þ'g mörgu, ást og alúð og margri ánægjustund, með breytni minni; jeg veit þú fyrirgefur mjer það, Björg nhn“; hann þagoi og beið eptir svari. Jeg grjet sáran. „Drottinn hefur fyrirgefið mjer það allt", sagði hann, „Jesú blóð hefur afmácV *

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.