Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 39

Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 39
HEIMILISVINU RINN 39 ásamt nokkrum öðrum börnum upp í fjallshlíð. og þar áttu þau að leika sjer. Meðan þau voru að leikum, kom þangað stór og sterkur maður, sem foreldrar Kolombu höfðu sent, tók hann Kolombu; varpaði honum á herðar sjer og fór með hann til ræningjanna. Drengurinn grjet hástöfum, en hinn ljet sem hann heyrði það ekki. Skamt frá bæki- stöðvum ræningjanna stóð mikil sveit vopnaðra manna, sem hann þekktif úr nágrenninu við for- eldra hans. Nú voru ræningjunum gjörð orð og þeir sendu marga vopnaða menn til að semja um bræðraskiptin. „Jeg grjet og bróðir minn grjet líka, þegar hann sá mig og vissi, að jeg átti að ganga í hans stað“, segir hann; „en það tjáðu engin tár. Skiptin fóru fram, og hver tók i hönd- ina á öðrum og síðan fóru þeir með bróður minn heimleiðis, en ræningjarnir fóru með mig heim í búðir sínar". Hjá ræningjunum var hann í tvær vikur og hitti þar drenginn, sem hafði verið numinn burt nieð bróður hans. Hann var í hlekkjum, en Kol- omba var barn að aldri, 6—7 ára, og fjekk því að ganga laus og var settur til að gæta hússins og drengsins, sem í tjötrunum sat. Að tveim vikum liðnum var Kolomba seldur konungi landsins, og konungur gaf hann einni konu sinni. Hún átti að taka hann sjer i sonar stað Fjórum mán- uðum seinna kom þangað heil sveit, sem Portúgals- menn höfðu sent til að ræna þrælum

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.