Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 33
HEIMILISVINURINN
33
»Kæri faðir minn«, svaraði ungi maðurinn
innilega hrærður, “jeg veit. hverju þú ætlar að bæta
yið. Trúðu mjer, jeg hef lengi búizt við þessu,
en jörðin er drottins og allt sem á henni er«.
Faðir hans tók fram í fyrir honum og sagði
með gremjuróm: „Það er þó alt mín eign á með-
anÖJeg Hfi. Jeg hef leyfi til að gefa það hverjum
Um sem mjer sýnist, og þó þú sjert sonur minn,
þá skaltu aldrei erfa — — —“. Hann lauk aldrei
við setninguna, því kona hans stóð upp, gekk til
hans, lagði hönd sína á öxl hans og sagði með
myndugleik í rödd og svip: „Hinrik, hættu nú,
jeg banna þjer að tala þessi orð, ef þú vilt ekki
reka mig einnig burtu úr húsi þínu. Georg er
mitt barn ekki síður en þitt".
„Nú jæja, Margrjet“, sagði maður hennar í
ellu þýðari málrómi, „við erum nú búin að lifa
saman í friði og eindrægni í 30 ár, jeg skal ekki
segja neitt frekar um þetta, fyrst þú vilt það ekki,
en þetta er nú allt eins og það er, og jeg stend
við orðin, sem jeg hef talað. Skilurðu þaðf" bætti
hann við og leit a son sinn með reiðilegum svip.
Að svo mæltu gekk hann út.
Stundu síðar var Georg a leið til þorps eins,
er var hjer um bil fjórðungs mílu vegar frá heim-
ili hans. Hann var fölleitur og dapur í bragði.
Honum varð hughægra og hjarta hans endur-
nærðist, er hann hafði svalað sjer í bæn til guðs.
Hann hraðaði göngu sinni og von bráðar var