Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 30

Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 30
30 HEIMILISVINURINN hvíldi friður yfir öllu, en gamli maðurinn var í ákafri geðshræringu. Hann var að tala við son sinn. Ungi mað- urinn stóð í sömu sporunum, alt útlit hans var alvarlegt. Oldruð kona var einnig inni í herberg- inu. A svip hennar lýsti sjer kvíði og harmur. Hún leit tárvotum augum ýmist á mann sinn eða son. „Þú ert þá að hugsa um, að halda þessu á- fram?“ „Jeg á ekki annars úr kosta, faðir rninn", sagði ungi maðurinn í lágum rómi og varir hans titruðu. „Jeg verð að hlýða vilja drottins, ganga þá braut, sem hann hefur mjer ákveðið". „Haltu áfram", sagði faðir hans og leit fyrir- litlega til sonar síns, er hafði þagnað. „Þú ert víst að hugsa um að prjedika fyrir okkur núna! Þú að prjedika!“ „Jeg sje umhverfis mig óteljandi veslings syndara, sem lifa í fáfræði, syndum og löstum og fyrirlíta guð og boðorð hans, og enginn bendir þeim á frelsisveginn, sem guð hefur lagt fyrir frelsarann Jesúm Krist. “ Sonur hans hafði tekið aptur til máls. „Svo þegar þessir aumingjar koma til mín og grát-biðja mig að tala við sig um guðs ríki, þá veit jeg ekki, hvernig jeg gæti afsakað það fyrir guði og samvizku minni, ef g neitaði þeim um þessa bón. Þannig er köllun mín, þetta knýr mig til að boða fagnaðarerindið".

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.