Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 23

Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 23
HEIMILISVINURINN «3 á honum Gvendi var stór, enda fór margt út um hann. Presturinn svaraði ofur-rólega: »Það borgaði sig illa fyrir Esaú að selja frumburðarrétt sinn fyrir mat, og það er ekki gæfuvegur fyrir unglinga eða aðra að ætla að koma sjer áfram með hræsni«. Þegar búið var að spyrja okkur, kallaði prest- urinn á Gvend inn til sín, og dvaldist þeim svo lengi, að við vorum koinin suður fyrir Múla, þegar Gvendur náði okkur. »Hvað sagði hann við þig?" spurðum við. »Það varðar ykkur ekkert um«, svaraði hann, »en jeg held_það sje satt, sem hann pabbi segir stundum: Það væri engin írágangssök að borga þessum prestum, ef presturinn okkar væri sá lakasti«.------ Meira höfðum við ekki upp úr Gvendi í það skipti, hann var svo óvenjulega þegjandalegur þann spöl, sem við urðum samferða. — Allt þetta rifjaðist upp fyrir mjer og ýmislegt fleira frá spurningartímanum. Það hafði verið allra skemmtilegasti tími, þótt veðrið væri stundum kalt, °g áin stundum hálf-óíær, sem jeg þurfti yfir. Þá vildi jeg ekki skipta við greyið hann Jba, sem fór til okkar í fyrra, hugsaðijeg. Hann hafði ekki verið spurður nema þrisvar sinnum áður en hann fermdist. — Og uppfræðslan hafði ekki verið betri en það, að ein fermingarsystir hans hafði sagt daginn áður en hún fermdist, — þegar presturinn

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.