Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 34

Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 34
34 HEIMILIS VINURINN hann kominn til þorpsins. Þar beið fjöldi fólks, er œtlaði að hlýða á orð hans. * * * Hjónin voru þögul og]í þungu skapi, er þau mættust að miðdegisverði. Þau reyndu hvort í sínu lagi að dylja óróann, sem bjó í hug beggja. Að aflokinni máltíð var þjóninum boðið að söðla hest húsbóndans, hann ætlaði að ríða spölkorn í góða veðrinu og heimsækja um leið fornvin sinn einn, í von um að það ljetti á lund hans. Hann reið hægt og virti íyrir sjer hið fagra land umhverfis. Bráðum var hann þó kominn til hins ákveðna staðar. Hann stöðvaði hestinn. Hann heyrði skæra, hreimfagra rödd. Hún hljómaði frá húsi, sem stóð við veginn. Hann þekkti þessa rödd. Það var rómur sonar hans. Þarna var hann þá að prje- dika! Fyrst kom honum til hugar, að stíga af hestinum, ganga inn í húsið, reka fólkið út með harðri hendi og skipa syni sínum að þegja. Þar næst hugsaði hann, að bezt væri að keyra hest- inn sporum og riða sem hraðast burt, til þess að vera laus við að heyra liinn minnsta óm af þessu rugli, sem honum þótti svívirða sig og sína. Enn þá eitt kom í hug hans. Hann hafði stundum half-langað til að kynnast þessu undraafli, sem hafði gjörbreytt h'ferni sonar hans. Dyrnar á húsinu voru aptur, gluggatjöldin breidd fyrir glugg- ann, því sólarhitinn var svo mikill. Það gat eng-

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.