Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 35

Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 35
HEIMILISVINURINN 35 inn sjeð hann. Hann steig af baki, batt hestinn við trje, laumaðist svo að glugganum og gat nú heyrt hvert orð, er inni var talað. Umræðuefnið var gamalt, en fyrnist þó aldrei: glötunar ástand vort og náð drottins fyrir blóð Jesú Krists. Georg talaði með anda og krapti. Stríð það, er hann hafði háð, varð orsök þess, að kraptur guðs fjekk enn meira vald yfir honum. Hann hugsaði enn, að þetta yrði að líkindum í síðasta sinnið, er hann fengi tækifæri til að vitna um frelsara sinn fyrir þessu fólki, og sú hugsun lagði hita og innileik í orð hans. Ræða hans var alvarleg, bæn hans brennandi fyrir hinum trúuðu, að þeir mættu standa stöðugir í kærleika og trú. Það var sunginn sálmur. Guðsþjónustunni var lokið. En hinn aldraði faðir stóð eins og ríg- negldur í sömu sporunum fyrir neðan gluggann. Þegar dyrunum var lokið upp, rankaði hann fyrst við sjer. Hann hljóp að hesti sínum, þaut á bak og hleypti í sprettinum heim. Hann gleymdi að heimsækja vin sinn. Litlu síðar kom Georg heim. Hann var þreyttur og hryggur. Hann hafði ekki munað eptir því, hvernig hagir sjálfs hans voru, á með- an hann var að prjedika, en nú stóð það allt ljóst og greinilega fyrir augum hans. Hingað til hafði hann fengið allt, sem hann þurfti sjer til lífsviðurhalds, hjá föður sínum; en nú átti hann að fara að afla sjer brauðs síns sjálfur.

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.