Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 8

Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 8
HEIMILISVINURINN er alin upp, að bjóða fjölda mörgum, og svo fær maður fermingargjafir bæði peninga og gullstáss og allskonar. Ó, jeg vildi að jeg fengi fallega nælu I Því ertu ekki kát, Björgf Hlakkarðu ekki til — — Til hvers átti jeg að hlakka? Að vera í illa sniðnum lánsfötum sjálfan fermingardaginn minn, og fara svo strax í vist, verða vinnukona á erfiðu heimili? Það var hlutskiptið mitt. Fermingar- veizlur og fermingargjafir I Hvað þýddi mjer að hugsa um því um líkt? Daginn eptir var gott veður. Fólkið flykktist til kirkjunnar, sparibúið, glatt og fjörugt, en jeg held, að það hafi ekki verið sjerlegur ánægjusvip- ur á mjer í græna lánskirtlinum, sem var bæði of víður og of síður handa mjer, og svo þegar hinar stúlkurnar komu í ljómandi fötum, nýjum af nálinni, sem fóru svo vel. Mjer lá við að tár- fella. Jeg forðaðist að koma nálægt þeim. Þær litu heldur ekki við mjer, og jeg varð því fegin í þetta sinn. Jeg reikaði út í kirkjugarðinn og stóð í leiðslu við eitt leiðið og las grafletrið apt- ur og aptur án þess að vita, hvað jeg las, því græni kirtillinn og íslenzku skórnir voru a sifeldu hringsóli í heila mínum „Góðan daginn, björg litla! Þú ert þá ein hjerna". Það var prestskonan Hún rjetti mjer hönd sína og horfði blíðlega og alvarlega á mig. „Þeita er þýðingarmikill dagur fyrir þig, barnið

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.