Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 36
3‘
HEIMILISVINURINN
Hann ætlaði að tala við foreldra sína, áður
en hann gengi til hvíldar, en fyrst gekk hann inn
í herbergi sitt til þess að tala við drottin í næði.
Hann opnaði biblíuna sína. Yndislega fögur fyr-
irheit urðu fyrir honum. Hann las þau og sál
hans endurnærðist. Svo beygði hann knje fyrir
lávarði sínum og drottni og bað og þakkaði, bað
einnig fyrir foreldrum sínum. Hann var ekki
staðinn upp frá bæn sinni, þegar drepið var hægt
á dyr hans og hann var beðinn að koma inn til
föður síns. er vildi tala við hann.
Nokkrum augnablikum síðar gekk Georg inn
í herbergi föður sfns. Móðir hans var einnig þar
inni. Bæði voru þau augsýnilega mjög hrærð.
„Fáðu þjer stól, Georg", sagði faðir hans í
vingjarnlegri róm, en Georg hafði búizt við, „þú
ert víst ekki búinn að gleyma því, sem jeg talaði
við þig í morgun, og þú veizt, að jeg stend æ-
tíð við orð mín“.
„Jeg er reiðubúinn til að hlýða þjer í öllu
því, sem ekki er gagnstætt vilja rníns himneska
föður, og jeg skal, ef þú skipar svo, fara hjeðan
strax á morgun — yfirgefa æskuheimili mitt. En
pabbi — mamma — eigum við að skilja ósátt?"
Georg gat ekki sagt meira. Hann átti nú
að skilja við foreldra sína að fullu og öllu. Það
fjekk ósegjanlegu mikið á hann. Móðir hans reis
úr sæti sínu og ætlaði að faðma hann að sjer.
„Jeg hótaði því, að gjöra þig arflausan, ef