Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 14
14
HEIMILISVINURINN
Eptir langa mæðu tókst að lífga hann — og nú
lá hann rúmfastur vikum og mánuðum saman.
Það voru erfiðir dagar, sem í hönd fóru.
Maðurinn minn gat nú ekkert unnið, þar við bætt-
ist, að skipið, sem við áttum hlut i, brotnaði í
spón í ofviðri, mennirnir björguðust við illan leik,
en afli og veiðarfæri ekki, og var það stórtjón
fyrir okkur, það mátti heita að þetta væri aleigan,
og nú voru ástæður okkar ekki sem beztar. Jeg
gat ekki gjört annað en hjúkra honum og hirða
um húsið. Þegar kom fram á vorið, sýktist hann
af ákafri lungnahimnubólgu, hann þjáðist mjög
mikið, en bar þrautir sínar með einstakri stillingu,
því furðaði jeg mig á, því hann var fremur van-
stilltur að upplagi.
Sumarið kom, en allt af versnaði útlitið fyrir
okkur. Það fór að verða lítið um vistir hjá okkur.
Jeg hugsaði einu sinni að jeg ætti marga og góða
vini, sem mundu rjetta mjer hjálparhönd, ef jeg
þyrfti með, en það brást mjer, Það voru ekki
margir, sem litu inn til okkar eptir að þrauta-
dagarnir byrjuðu. Stundum langaði mig til þess
að einhver kæmi og tæki þátt í basli mínu með
mjer, einhver sem tæki vingjarnlega í hendina á
mjer og hughreysti mig, því að opt var jeg þreytt
bæði á sál og líkama. Jeg sat ein allan daginn
og hlustaði á sjúkdómsstunur mannsins míns, lækn-
irinn var sá eini, er kom endrum og eins; við
gatum ekki borgað honum eins og skyldi.