Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 40

Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 40
■(O HEIMILISVINURINN Þegar þeir nálguðust konungsgarðinn, þá sendi konungur menn á fund þeirra og ljet segja þeim: „Vjer viljum ekki berjast við yður, heldur beiðast friðar, og vjer viljum gjarna gefa yður þenna þræl, (Kolombu), ef þjer viljið !áta oss vera í friði". Þrælaveiðararnir tóku við Kolombu og fóru svo með hernaði og ránum byggð úr byggð og náðu heilum hóp af mönnum á sitt vald. Þeir voru bundnir á streng hver af öðrum og leiddir eins og sauðir; en Kolomba fjekk að ganga laus við hliðina á bandingjunum og vísa þeim leið, og gjöra smávik fyrir þá. Hann segir hinar hryllilegustu sögur frá þessari ferð. Ein af þeim sögum er viðureign þeirra við ættbálk þann, sem hann kallar Asíko. Fyrsta sveitin, sem send var móti þessum flokki, var rek- in á flótta. Þá var send ný og fjölmennari her- sveit og skipað að drepa alla í bænum Asíkó að börnunum undanteknum Það átti að nema þau brott í þrældóm. Þeir unnu sigur og allt fór eins og fyrir var mælt Þeir drápu hvern af öðrum og kvöldu úr þeim lífið svo hryllilega, sem þeim gat til hugar komið. Af einum skáru þeir eyrað, og skipuðu honum að jeta það Hann vaið að opna munninn og taka við því, en gat ekki jetið það, og svo var hann drepinn eins og hinir Aðeins einn, sem þeir höfðu skotið og þeir hugðu dauðan, gat komizt undan á flótta. Hann lá grafkyr, eins og hann væri dauður, þangað til þeir voru komnir

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.