Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 38
38
HEIMILISVINURINN
Þau voru heiðingjar og þekktu ekki hinn eina
sanna guð.
Einu sinni var þar haldin umskurnarveizla
míkil; þangað fóru margir húsfeður með börn sín,
til umskurnar. — Þessi veizla stóð 3—4 mílur frá
heimili hans. Elzti bróðir hans vildi líka fara,
en faðir lians aftók það með öllu, að hann færi
þangað. En þrátt fyrir bann föður síns, laumað-
ist hann með öðrum dreng af stað. En á leiðinni
voru þeir teknir af ræningjum.
Foreldrar hans gjörðu margar atrennur að
því, að fa elzta sinn lausan aptur; ræningjarnir
vildu ekki sleppa honum. En elzta son sinn vildu
foreldrarnir fyrir engan mun missa, „því hann á“,
sögðu þau „að sjá um útför okkar, þegar við
deyjum og færa goðunum fórnir fyrir okkar hönd.
Þess vegna gjörðu þau ræningjunum boð, hvað
eptir annað; en það var árangurslaust. Þa hug-
kvæmdist móðurinni, að það myndi vera betra,
að láta eitthvað af yngri börnunum fara. Föðurn-
um gatst vel að þeirri uppástungu og svo sendir
hann ræningjunum orð og biður þá að hafa skipti
á þessuni syni sínum og öðrum yngri. Og lofuðu
þeir þvi.
Foreldrarnir vildu lata Jósep, sem þá hjet
Kolomba — ganga í stað bróður sins; en enginn
vildi verða til að fara með hann til ræningjanna.
Foreldrarnir sendu hann þá til ömmu hans, sem
bjó skammt þaðan; og hún sendi hann samdægurs