Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 9

Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 9
HEIMILISVINTRINN 9 mitt", sagði hún. „Jeg sje það líka á svip þín- um, að þú hefur íhugað það, þú ert svo alvar- leg. Þú hefur sjálfsagt hugsað um, h v a ð þú átt að gjöra í dag“. Hvað jeg fyrirvarð mig! Jeg hafði ekki hugs- að um neitt, nema græna kirtilinn. „Þú átt að játa hinni góðu játningu í dag“, sagði prestskonan. „Þú átt að játa trú þína á frelsarann Jesúm og heita honum lífi þínu og hjarta. Þú ert veikburða barn, sem þekkir ekki lífið, þekkir ekki hættur þess og freistingar, en hann er sá, sem styður og leiðir. Hann á að vera konungur hjarta þíns, konungur lífs þíns. — Hon- um skulu því heitin greiðast". Jeg kraup niður fyrir altari drottins og hjet honum, konungi konunganna og drottni drottn- anna, tryggð minni og hollustu, játaði trú mína á hann í heyranda hljóði, afneitaði hinu illa með öllu og hjet að lifa og deyja í þessari trú. Ein hugsun gagntók mig, hún kom mjer til að titra fyrir augliti guðs rníns: Jeg er svo veik — jeg get þetta ekki. Jeg, sem fyrir lítilli stundu hafði hugann fullan af þessa heims hjegóma! Jeg hafði grátið, en ekki yfir sjálfri mjer, heldur yfir fötunum mínum. Jeg hafði verið full uf óanægju og möglað yfir öllu. Hvernig gat jeg komið fyrir andlit hins alskygna og gefið slíkt heit? Jeg hefði viljað skríða í felur, en hvert gat

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.