Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 7

Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 7
HEIMILISVINURINN 7 seldu eitthvað, sem þær áttu og gátu við sig los- að, til að geta komizt á sjónleik, en það gjörði jeg aldrei. Jeg var gröm í huga yfir mismunin- inum, sem jeg þóttist allstaðar sjá á lífinu í kring- um mig. Litli heimskinginn! Lítið hugsaði jeg þá um hann, sem gjörir fátækan og ríkan. Svo kom fermingarárið mitt. Presturinn, sem bjó tnig undir fermingu, var hniginn á efra aldur, mjög elskuverður maður og alúðlegur í viðmóti. Hann talaði margt og mikið við okkur börnin, brýndi fyrir okkur hvar leita skyldi skjóls í storm- um lífsins. Hann sagði, að hætturnar væru marg- ar, en hver, sem hefði guðs son innanborðs, þyrfti ekki að óttast. Tárin runnnu opt eptir kinnum mínnm, er jeg hlýddi á orð hans, en samt skildi jeg þau ekki til hlýtar Daginn áður en ferma átti, fór móðir mín að sækja lánsfötin, sem jeg átti að vera í. A með- hún var að heiman komu tvær fermingarsystur mínar heim í kofann okkar. „Hvernig verðurðu klædd á morgun, Björg?« spurðu þær. „Við eigum að vera hvítklæddar í skauti, með spánýjar spangir og sprotabelti. Mamma segir, að skautið fari mjer mjög vel, af því jeg hef svo hátt enni. Heldurðu ekki að henni Ólu færi það vel líka ?“ Jú, jeg hjelt það nú. „Og svo verður heimboð hjá okkur, mamma segir, að það sje siður í Reykjavík, þar sem hún

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.