Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 28
HEIMIUSVINURINN
en líka svo óstöðugur, Drottinn styð þú mig, að
jeg verði stöðugur. — —«
— Jeg hef óskað þess stundum seinna,
að jeg myndi betur eptir bænum mínum þessa
stund. — En drottinn bænheyrði mig síðar á
hagkvæmri stund, bænheyrði mig frekar, en jeg
hafði þá skilning til að biðja um. — —
Þegar við stóðum upp frá grátunum til að
fara til sætis okkar fram í kirkjunni, vissi jeg ekki
fyrri til en meðhjálparinn tók í öxl mína og sagði
í hálfum hljóðum: >Nei, þú átt ekki að snúa þjer
svona við, góði minn.«
Jeg hafði sem sje ætlað að snúa mjer rang-
sælis (til vinstri handar), en það var á móti göml-
um og jgóðumt vana.
Það lá að, að jeg gjörði eitthvert axarskapt-
ið, hugsaði jeg, og hefði víst kafroðnað, ef jeg
hefði ekki áður verið fullrjóður. — — Betur samt
að jeg hefði ekki síðar gjört fleiri og stærri axar-
sköpt.-------—
Um kvöldið, þegar jeg var kominn heim apt-
ur, sagði mamma mín við mig í góðu tómi:
»Elsku drengurinn minn, þú ert enn þá eins
og óskrifað pappírsblað; guð gefi að veröldin setji
ekki stóru svörtu blettina sína á hvíta blaðið mitt.t
Hún sagði margt fleira, en þetta man jeg
bezt.
Jeg vissi reyndar ekki greinilega þá, hverjir
þessir »stóru og svörtu blettir« gátu verið, en samt