Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Page 28

Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Page 28
 HEIMIUSVINURINN en líka svo óstöðugur, Drottinn styð þú mig, að jeg verði stöðugur. — —« — Jeg hef óskað þess stundum seinna, að jeg myndi betur eptir bænum mínum þessa stund. — En drottinn bænheyrði mig síðar á hagkvæmri stund, bænheyrði mig frekar, en jeg hafði þá skilning til að biðja um. — — Þegar við stóðum upp frá grátunum til að fara til sætis okkar fram í kirkjunni, vissi jeg ekki fyrri til en meðhjálparinn tók í öxl mína og sagði í hálfum hljóðum: >Nei, þú átt ekki að snúa þjer svona við, góði minn.« Jeg hafði sem sje ætlað að snúa mjer rang- sælis (til vinstri handar), en það var á móti göml- um og jgóðumt vana. Það lá að, að jeg gjörði eitthvert axarskapt- ið, hugsaði jeg, og hefði víst kafroðnað, ef jeg hefði ekki áður verið fullrjóður. — — Betur samt að jeg hefði ekki síðar gjört fleiri og stærri axar- sköpt.-------— Um kvöldið, þegar jeg var kominn heim apt- ur, sagði mamma mín við mig í góðu tómi: »Elsku drengurinn minn, þú ert enn þá eins og óskrifað pappírsblað; guð gefi að veröldin setji ekki stóru svörtu blettina sína á hvíta blaðið mitt.t Hún sagði margt fleira, en þetta man jeg bezt. Jeg vissi reyndar ekki greinilega þá, hverjir þessir »stóru og svörtu blettir« gátu verið, en samt

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.