Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 41
HEIMILISVINURINN
41
spölkorn frá honum; þá tók hann til fótanna og
flýði. Illþýðið snjeri nú við og tóku tjöldann allan
af líkum, skáru þau upp og dreifðu innýflunum
um jörðina og sögðu um leið: „Svona skal fara
með hvern þann hjer eptir, sem gjörir tilraun til
að flýja". Grimdaræði þeirra var sama a öðrum
stöðum. Þeir settu snæri gegnum varirnar a sum-
um; börnunum hömpuðu þeir á spjótsoddum og
sögðu: „Svo skal þeim öllum fara, sem gjöra
uppreisn gegn oss“.
Svo var haldið áfram langan og erfiðan veg;
duttu þá margir dauðir niður af hungri, þorsta og
þreytu. Loks skipaði höfðinginn þeim að nema
staðar og spurði, hvort það væri nokkur, sem ekki
treysti sjer að halda áfram ferðinni, Menn gáfu
s'g fram. Þeir voru þá teknir ásamt nokkrum
smábörnum, sem voru til trafala, og lagðir í hrúg-
ur, 4—5 hver ofan a annan, og svo spjóti stungið
gegnum liverja hrúguna af annari.
Eptir 8 daga ferð, erfiða og þreytandi, komu
þeir loks að bæ þrælaveiðimannanna og gengu
fyrir konung sinn Molako, sögðu frá afreksverk-
um sínum og árangrinum af ferð sinni.
Þeir ætluðu að gefa konunginum Kolombu,
en Þeflar Molokó kvaðst mundi fórna honum fyrir
S1gurför þeirra, hættu þeir þó við það cg seidu
flann Araba nokkrum, sem ætlaði að flytja fjölda
þræla til Madagaskar, eylandsins mikla fyrir suð-
austan Afríku.