Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 44

Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 44
44 HEIMILISVINURINN inga í klærnar á Tanera konungi, sem Ijet drepa hann. Hinir flýðu lengra upp í sveitina og leituðu eptir ýmsar niannraunir á náðir hofgyðju hjá kon- unginum í Menabe. Hún átti að varðveita „stór- heilagan" kassa með ýmsum „helgum dómum“ (þ. e. skegg, neglur, tennur o. fl. af ýmsum stór- höfðingjum). — Hún sagði konungi til þeirra, og hann ljet flytja þa í hlekkjum til Leó Samats aptur. Þegar gamli Lamat var dauður, kom Kol- omba sjer svo vel við son hans, að hinir þrælarn- ir fóru að rægja hann og sögðu, að hann sæti um líf húsbónda síns. Þessu var trúað, og Kolomba var sendur til kastalans Andakabé. Það sjást enn þá örin eplir hlekkina á handleggjum hans og fót- um; því Hova-hermennirnir binda fast. í kastalanum var rannsakað mál hans, en sú rannsókn var í meira lagi kynleg. Landstjórinn, Ranitfianoro gamli, með 8 heiðursstigin, gekk fram og sagði: „Vjer ætlum að skjóta þig á skömmu færi með átthleyptri skammbyssu, og ef ekkert skot- ið hittir þig, þá ertu sýkn saka, en ef þú verður sár, eða skot hittir þig, svo að þú deyrð, þa ertu sekur“. Mahihitse (eða Kolomba) svaraði: »Jeg á mjer enga vörn, engan föður nje móður, sem geti veitt mjer ásja. Þjer getið gjört við mig, hvað sem þjer viljið, en jeg er saklaus af þvi, sem jeg er sakaður um«.

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.