Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 27

Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 27
HEIMILISVINURINN 27 tilgangur minn og margra annara til kirkjunnar að reyna gæðingana á góða veginum. — Jeg hugs- aði samt lítið um það í þetta sinn. — — Við . gengum í hóp fermingarbörnin að kirkj- unni. Meðhjálparitin beið eptir okkur fyrir innan Wrkjudyrnar til að vísa okkur til sætis. — — Skyldi jeg þá ekki verða efstur?« hugsaði jeg. Jú. »Komdu hjerria, frændi góður«, sagði hann við mig. Jeg varð bæði feginn og feiminn, því að nú varð jeg að ganga á undan, standa fyrstur UPP °g svara fyrstur spurningunum, sem jeg bæði kveið fyrir og hlakkaði til. — — — Mjer þótti vænt um prestinn, sem von var, ems og hann var við mig, en þó hafði mjer aldrei þótt vænna um hann en á meðan á fermingunni stóð. Hann talaði svo alvarlega og hlýlega til °kkar, og mjer fannst eins og hann væri sjerstak- *ega að meina mig. með ýmsu af því, sem hann sagði. — Þá grjet jeg, grjet eins og hjartað ætl- aði að sprengja brjóstið. — Jeg bað heitar en ttokkru sinnu sinni fyr, bað um fyrirgefningu á aUri ljettúð minni og eigingirni, bað um krapta bl þess að geta verið drottni trúr, og fyrirvarð ^ig fyrir að jeg skyldi jafuvel í sjálfri kirkjunni kafa verið að hugsa um, hver jeg yrði í röðinni. „Jeg þykist standa á grænni grund, en guð veit, hvar jeg stend." Drottinn, jeg er veikur eins og stráið, skýl nijer, þegar hvessir. Jeg er svo tilfinninganæmur,

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.