Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Blaðsíða 48
HEIMILISVINURINN
48
Þetta er nú saga Jóseps fram að heimför
minni til Noregs árið 1900.
Meðan vjer vorum heima í Noregi frjettist,
að Jósep væri veikur. Hann hafði verið settur
kennari og trúboði 4 siðustu árin í Ántsaka-miro-
haka. Nú var hann fluttur þaðan til Betel og
vjer hjeldum, að vjer sæjum hann ekki framar í
þessu lífi.
Hann var samt á líh, er vjer komum aptur
til Madagaskar. Hann lá þungt haldinn og var
að berjast við dauðann. Hann var magur eins
og beinagrind, en sálarfriðurinn Ijómaði af ásjónu
hans. Þegar vjer komum þangað, þá kom heill
hópur af kristnum mönnum til hans. Hann bað
oss að biðja um krapt og sigur fyrir Krist. Hann
gat ekki talað, heldur benti upp til himins til að
sýna, hvert allar vonir hans og löngun stefndu.
Jarðarför hans fór fram með mikilli hluttekn-
ingu. Líkfylgdin fyllti hvert einasta sæti í kirkj-
unni. Aarnæs trúboði talaði yfir honum út af
þrettánda-guðspjallinu, sem bar upp á sama dag-
inn, og sá, er þetta ritar, hjelt líkræðuna út af
þessum orðum drottins: >Dýrmætur er fyrir drottni
dauði hans heilögu* (Sálm. 116, 15).
Síðan gekk líkfylgdin út að umgirtu svæði,
sem hann hafði útbúið til legstaðar handa sjer og
sínum. — Á krossinn á leiði hans var þetta letr-
að: „Sælir eru hinir framliðnu, sem í drottni
eru dánir" (Opinb. 14, 13). (B. J. þýddi.)
Aths. Af vangá gleymdist að geta um þýðanda
siðustu sögunnar á titilblaðinu, og eru lesendurnir
beðnir velvirðingar á því.