Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1939, Page 34

Heimilisblaðið - 01.06.1939, Page 34
126 HEIMILISBLAÐIÐ utan um handlegg minn, og svo leiddumst við til kirkjunnar. Kirkjan var köld og saggasöm; en það gerir minnst til, ef menn koma þangaö með hlýjum hjörtum. En það var nú öðru nær, en svo væri um mig. Ég söng að vísu súlmana eins hátt og nokkur annar, sem í kirkjunni var, en hugsanir mínar voru ekki þar, sem þær áttu, að vera. ★ Þegar við vorum komin, heim aftur og sátum við kaffiborðíð, spurði presturinn mig: »Tókuð þér nú vel eftir ræðunni, Nikol,aj?« »Já, það gerði ég«. »Hvernig þótti, yður hún þá?« »Góð«. ■— Mér fannst ég ekki geta sagt annað. »Látið þér það þá ásannast, og breytiö eftir henni, því að vér eigum ekki aðeins aðí vera orðsins hlustendur, heldur líka gjörendur. Þér eruð ungur enn þá, og nú ættuð þér að verða, oss hinum lýsandi fyr- irmynd, að öllu göfugu og góðu. En hvernig l'íkaði þér ræðan mín, Andrea Margrét?« »Ég var ekki í kirkju í dag«. »Það líkar mér ágætlega. Það er falleg- ur siður, að byrja árið með því, að van- rækja að ganga í guðshús«. »Ég þurfti að vera heima, til að gæta hússins«. »Ætli að húsið hefði ekki gætt sín sjálft? Og úr því að Emma gat farið i kirkju, held ég að þú hefðdr getað farið líka«. »En hvað heldurðu að þú hefðir sagt í kvöld, ef gestirnir okkar hefðu ekkert feng- iði að borða?« »Gestirnir okkar þurfa sannarlega ekki að kvarta um hungur; þeir éta heldur of mikið, en of lítið. Líttu nú á ostinn minn þarna! hann er búinn að fá bráða tæringu síðustu, dagana! Og ég sem var farinn að vona, að hann myndi endast til páska. En það verður lítið um það. Sjáðu hvar hann situr við, að hola hann innan. Takið þér skorpuna — takið þér skorpuna — hún er ágæt ungum tönnum. Hana! — þar náði Nikolaj í hann — og hann fer þá líka að syngja seinasta stefið! Það er þó gott, að þér ætlið að dansa í kvöld, Nikolaj: að átta dögum liðnum hefðuð þér ekki orðáð maður til þess, því ég býst við að morgun- kápan mín vero'i þá orðin of þröng á yður«. ★ Nokkru seinna, fór presturinn yfir í her- bergi sitt, til að hvíla sig; Andrea Margrét fór til sinna verka frammi og tók móður sína með sér. Gamli fór að lesa og okkur Korpus Júris fór að leiðast. Yið, fórum að tefla skák, en það varð ganslaust; okkur leiddist það. Þá stakk Korpus Júris upp á því, að viði skyldum heimsækja skóla- kennarann. Og' þótt ég byggist ekki við mikilli ánægju af þeirri heimsókn, þá var þó dálítil tilbreyting í því. En breyting til batnaðar var það ekki, því að fjölskylda hans var ekki heima — hafði brugðið sér til Iíróarskeldu. Hann tók mjög alúðlega á móti, okkur; en, þega.r við vorum búnir að dvelja, þar dálitla stund, fór ég að iðr- ast eftir því, aðl við hefðum ekki heldur farið að hitta Andrés. Sörensen. Þegar við vorum búnir að tala um veðrið, eins og hægt var, var líka umræðuefnið þrotið. Korpus Júris reyndi að beina umræðunum að stjórnmálum. En skólakennarinn var þar allur út á þekju. Svo sátum við þeg’j- andi langa stund. Ég renndi augunum um ajlt, til þess að vita. hvort ég sæi ekkert, sem ég gæti gert að umræðuefni. Og loks- ins rak ég augun í gömul spil. Spurði ég þá skólakennarann, hvort hann kynni ekki öll þau spil, sem bændurnir spiluðu sin. á milli. »Jú«, sagði hann; »treikort og Schofs- koff kann ég vel, en það eru ekkert fín spil. Nei, en ég hefi heyrt getið um ann- að spil, sem mig langar ákaflega mikið til að læra, svo framarlega sem ég gæti lært það og það er lombef«. »Lomber«, hrópuðum við Korpus Júris hvor framan í annan. »Þaðl er sannarlega enginn, galdur að læra hann. Og ef yður

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.