Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1942, Side 13

Heimilisblaðið - 01.06.1942, Side 13
heimilisblaðið 113 menn og hafa tekið þátt í mörgum tilraun- um til þess að komast upp á hina ýmsu tinda á fjallgarðinum. En þátttakendur í sjálfum leiðangrinum voru 12 þýzkir fjall- gÖngumenn og 2 enskir liðsforingjar úr brezka Indlandshernum. Auk urvalsliðs Þessa Sundar Lewas, voru ráðnir G00 inn- fseddir burðarkarlar. Flestir þessara manna voru þó aðeins notaðir fyrstu áfangana. Voru þá þann- ig í leiðangrinum um 700 manns og 100 hestar. Fyrsti áfanginn var fjögra vikna ganga eftir Indusdalnum, að rótum Nanza Par- hat. Þá var leiðangurinn kominn í tæp- lega 4000 mtr. hæð, 65 km. fyrir norð- vestan Strinagar, við Wuler-vútnið, — nálægt Bandipore. Og þarna reistu þeir félagar aðal-bækistöðvar sínar. Þegar í næsta áfanga, varð að senda helming burðarkarlanna heimleiðis, Þeir voru útgerðir af áreynslu. Það er ekki þar með sagt, að þetta væri neinir vesaling- nr, því að hverjum manni hafði verið setlað að bera 25 kg. þungan bagga, og er það ærið þung byrði á brattri leið og' erfiðri, þar sem kafað er í djúpum snjó. I farangri leiðangursmanna var meðal nnnars talsvert af »hár-fínum« vísinda- tækjum, stuttbylgju-sendingastöð og við- töku-tæki, svo að hægt væri að hafa sam- band við aðal-bæðistöðvarnar. Á leiðinni, sem farin var, höfðu verið ákveðnir fyrir fram staðir, þar sem tjalda skyldi — sjö alls. Á þriðja tjaldastæðinu, í 5800 mtr. hæð, urðu leiðangursmenn að hvíla sig í hálfan mánuð, til þess að venj- ast kuldanum og hinu »þunna« loftslagi, og safna kröftum til átakanna sem fram undan voru. A þessum stað lézt einn leið- angursmanna, Þjóðverjinn Drexel. Varð lungnabólga honum að bana, hinn 8. júní. Mánuði síðar, eða í byrjun júlímánaðar, komst fyrsti hópurinn upp að sjöunda tjaldstæðinu, í 7600 mtr. hæð, — eða þang- að, sem Merkl hafði komizt tveim árum fyrr. Daginn eftir tókst Merkl, Welzen- Darjeeling-burðarkarlar, l)ach, Wieland og' sjö Darjeeling'- burðar- körlum að komast 200 metrum hærra, eða nær tindinum. Lengra komust þessir leiðangursmenn ekki. Mennirnir, sem nefndir voru og fremstir fóru hrepptu l)lindhríðar-byl með frosthörku og fórust allir. Enginn veit, hver urðu afdrif þeirra. Næsti flokkur- inn, sem komst upp í þessa hæð degi síð- ar, fann lík nokkurra burðarmannanna, en þrátt fyrir langa leit fannst enginn hinna mannanna, hvorki lífs né liðinn. Þetta slys hafði valdið dauða fjórða hluta leiðangursmannanna. Og þar eð sjálfur foringi þeirra var nú fallinn í val- inn, gáfust hinir upp við frekari tilraun- ir til uppgöngu á tindinn. Leiðangrinum lauk þannig með hryggi- legum hætti. Th. Á. þýddi lauslega. KVÖLDSJÓN Þegar sígur sól á mar, sveipuð Rínareldi, dansa Ægisdæturnar dátt á hverju kveldi. G. G. í Gh.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.