Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1942, Qupperneq 16

Heimilisblaðið - 01.06.1942, Qupperneq 16
116 málvenja N. T. er í þessum efnum að því er Gamla testamentið snertir.* **)) Allir biblíulesendur vita, að í N. T. er iðulega vitnað í G. T. sem orð Guðs. Þeg- ar vitnað er til einhverrar setningar þar, er oftast sagt: »Guð hefir talað«, eða »svo var sagt af Guði«, eða »orð Guðs«. Venju- lega er þá átt við einhver sérstök orð eða sérstakt efni, svo sem fyrirheitin, en ekki við allt G. T. Það sannar greinilega að ekki er verið að flytja neina kennisetningu um Guðs orð, heldur er áherzlan jafnan á lifandi staðreynd hinnar sögulegu opinberunar. Guð hefir ekki talað eitthvað almennt við alla, heldur hefir hann talað fyrir munn sérs'.akra manna við sérstök söguleg tæki- færi, svo sem fyrir munn Davíðs og spá- mannanna við ýms ákveðin tækifæri. Þar er munurinn milli G. T. og N. T. — N. T. segir ekki: Guð talaði fyrir munn Páls postula eða annara postula, jafnvel ekki fyrir munn Jesú,:M:) heldur er saga nýja sáttmálans öll »orð Guðs«. Þessi nýja málvenja N. T. varpar eng- um skugga á orðið, Guðs orð í G. T. Ný- nefnd orð Hebreabréfsins sýna það greini- lega: Fyrrum talaði Guð við forfeðurna, og nú hefir Guð að síðustu talað í syn- inum. Hvort tveggja er orð Drottins, en á- herzlan er önnur. Hvort tveggja má sameina eða nefna í einu »orð Guðs«, t. d. í Kólossabréfi 1, 25. —26. Þar er talað um að »orð Quðs« hati verið leyndardómur, en sé nú »opinber- aður Guðs heilögu«. Hins vegar er t. d. Post. 17, 11; þar á »orðið« eingöngu við hið nýja og er aðgreint um leið frá G. T. Þar segir: »Þeir tóku á móti orðinu ... og rannsökuðu daglega ritningarnar, hvort þessu væri þannig varið«. Hér er verið að tala um Gyðinga (í Beröu), og engin ástæða til að segja, að þeir hafi veitt gamla sáttmálanum viðtöku. Þeir hlusta með *) Skammstafað slðar G. T. **) Sjá þó Hebr. 1, 1. HEIMILISBLAÐIÐ gaumgæfni á hinn nýja boðskap, orðið, og bera hann saman við ritningarnar eða sína helgu bók, Gamla lestamentið. Að sjálfsögðu væri rangt að draga þa ályktun af þessum orðum, að þeir haíi ekki talið ritningarnar Guðs orð. En samt er eftirtektarvert að svo rík áherzla er lögð á Krists fagnaðarerindi að það er kall- að Orðið, og aðgreint með því frá helgum ritningum Gyðinga. 1 öðru lagi skal bent á: Auk þess sem N. T. talar um orðið, »Guðs orð«, í þessum 'báðum merkingum, orð Guðs í G. T. til feðranna og orð Guðs í og með Kristi, þá er á tveim stöðum í N. T., — takið eftirl — aðeins á tveim stöðum, talað um orðið í annari merkingu, sem sé Lúk. 2, 29, og 3, 2. Símeon segir um leið og hann tekur barnið Jesúm í faðm sér: »Nú lætur þu Herra þjón þinn í friði fara, samkvæmt orði þínu«. (Þýðingin íslenzka ónákvæm). Sýna þau orð, að Guð hefir áður opinberað hon- um að hann mundi fá að sjá »hjálpræði Guðs«. 1 Lúk. 3, 2. stendur: Orð Guðs kom til Jóhannesar Zakaríassonar í óbyggðinni- Á báðum þessum stöðum er notað ann- að grískt orð um »orðið«, »hrema« en ekki »logos«, eins og venjulega er. »Hrema« þýðir erginlega viðræða alveg eins og orð- ið sem ótal sinnum er notað í G. T., Þal’ sem sagt er frá, að orð Guðs eða orðsend- ing hafi komið til þjóna Drottins. Það er íhugunarvert að orðin »orð Guðs < eru í þessari merkingu aðeins notuð tvisv- ar í öllu N. T., enda þótt þar sé margoft sagt frá því sama, að einstaklingar fal orðsendingar frá Guði. En þá eru allt önn- ur orð notuð. 1 Galata 2, 2. er það nefnd opinberun. 1 Post. 16, 6. er sagt: »Andinn varnaði þeim að tala«, stundum er sagt: »Drottinn sagði við hann í sýn« (sbr. Post. 9, 10. og 18, 9.), og í 2. Kor. 12, 9. segir Páll: »Ég hefi þrisvar beðið Drottin, og hann hefir svarað mér«. Á öllum þessum og svipuðum stöðum hefði alveg eins getað staðið »orð Drott-

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.