Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 2

Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 2
f > Heintiltiklaiil Útgefandi: Prentsmiðja Jóns Helgasonar. Blaðið kemur út annan hvern mánuð, tvö tbl. saman, 44 bls. Verð árgangsins er kr. 40,00. í lausasölu kostar hvert blað kr. 10,00. Gjalddagi er 14. apr. Utanáskrift: Heimilisblaðið, Bergstaðastr. 27, pósthólf 304, Rvík. Sími 4200. Prentað í Prentsmiðju Jóns Helgasonar. ^-----------------------------J Til lesendanna Með þessu blaði, 1.—2. tbl. 44. árgangs Heimilisblaðsins, verða þær breytingar á högum þess, sem ykk- ur varða, lesendur góðir, að blaðið stækkar og verð þess hækkar. Skal nú gerð nokkru nánari grein fyrir ráðstöfunum þessum, einkum hinni síðarnefndu. Undanfarin þrjú ár hefur árgjald blaðsins haldizt óbreytt, kr. 25,—. Á sama tíma hafa allir hlutir, sem metnir verða til peninga, hækkað í verði og sumir mjög mikið. Siðasti árgangur Heimilisblaðsins var 232 blaðsíður. Hver blaðsíða þess samsvarar nokkurnveginn 2 blaðsíðum í bók af algengasta brot- inu (Crown), nema þar sem prent- að er með smáletri, þar mun hver síða nálega samsvara 4 bókarsiðum í crown-broti. Ef við gerum ráð fyrir, að lesmálsaukningin, sem af smáletrinu leiðir, jafni upp auglýs- ingasíðurnar, þurfum við ekki ann- að en tvöfalda blaðsíðutölu síðasta árgangs Heimilisblaðsins til þess að uppgötva, að árgangurinn samsvar- ar 464 blaðsíðna bók! Og hvað hald- ið þið, Iesendur góðir, að svo stór bók mundi kosta? Ætli það yrði ekki nær þreföldu en tvöföldu áskriftarverði blaðsins. Þess má einnig geta til samanburðar, að verð annara íslenzkra tímarita gerist ekki minna en 80—100 kr. og þar yfir. Frh. á bls. 41. Eplastuldur. Þrír hræddir drengir stóðu fyrir framan J. B. Lewis dómara í bæn- um Ripley í Tennessee. Þeir höfðu verið staðnir að eplastuldi. Dómar- inn las ákæruna og horfði því næst ógnandi yfir salinn og sagði: - Ég vil biðja þá, sem hér eru staddir og aldrei hafa stolið epli, að rétta upp hönd! En það rétti enginn upp hönd, ekki sheriffinn, ákærendurnir, lög- reglumennirnir þrír — eða Lewis dómari. - Málið er útkljáð! sagði dóm- arinn. illl Saga af Churchill. Enskur stjórnmálamaður, Bever- ley Baxter, hefur gaman af að segja eftirfarandi sögu af Churchill: Forsætisráðherrann fékk einu sinni mikinn áhuga á I. Berlin, er skrifaði skemmtileg fréttabréf frá Ameríku um ástandið þar. Fréttir þessar, sem Churchill las að stað- aldri, voru mjög eftirtektarverðar, og þegar hann dag nokkurn sá í dag- blaði, að Irving Berlin frá Banda- ríkjunum væri staddur í London, lét hann þegar í stað bjóða honum til morgunverðar í Downing Street 10, þar sem hann tók á móti gesti sínum af hinni mestu alúð. - Þér eruð duglegur maður, Berlin. Ég dáist mjög að skrifum yðar. En gætuð þér nú ekki sagt mér, hver verður væntanlegur forseti í Banda- ríkjunum ? Irving Berlin svaraði, dálítið ut- an við sig: - Nú ef til vill tapar Roosevelt . . . En svo veitti hann því athygli, að hann sá óánægjusvip á andliti Churchills, og flýtti hann sér þá að bæta við: - En það eru líka margir, sem álíta, að hann verði kjörinn. Churchill horfði rannsakandi augnaráði á Berlin, er hann hafði álitið vera pólitíska véfrétt. Svo bað hann gestinn að afsaka sig og þaut út úr herberginu til einkaritara sins. - Hvaða árans maður er þetta, sem ég hef boðið til miðdegisverð- ar? þrumaði hann. - Það er Irving Berlin, bandarískt tónskáld, svaraði einkaritarinn. Þér gáfuð sjálfur skipun um að bjóða honum. Churchill til heiðurs skal þess getið, að hann sneri brosandi aftur til gests síns og snæddi með honum miðdegisverðinn án þess að minn- ast einu orði á stjórnmál! Hver er drottnari jarðarinnar? • Það er álitið, að nú sem stendur, séu 2.500.000.000 manna á jörðinni. En hversu mörg skordýr eru þar? Þau eru svo mörg, að það er vonlaust verk að telja þau. Næst á eftir svifi hafsins og bakeríugrúanum eru skordýrin fjölmennustu vcrurnar á þessum hnetti. Og það væri ekki undarlegt, þótt hrollur færi um mann, því að skordýrin eru skæð- ustu óvinir okkar og hættulegustu keppinautar í baráttunni um gæði jarðarinnar. Og til eru vísindamenn, sem lýsa því yfir sem skoðun sinni, að skordýrin muni í framtíðinni verða raunverulegir drottnarar jarð- arinnar. Við huggum okkur með því, að við ráðum yfir skordýraeitri, svo sem D.D.T., en við skulum heldur ekki gleyma því, að skordýrin heyja sjálf styrjöld innbyrðis. Ef þau hættu því, mundi jörðin verða óbyggileg innan árs — og mann- kynið deyja úr sulti.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.