Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 29

Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 29
mér. Viljið þér ekki koma með okkur ? - Nei, ég þakka yður fyrir. Ekki í dag! - Mér þykir það mjög leitt. Má ég tala við yður stutta stund? Það tekur aðeins eina mínútu! Hlustið á mig, doktor Stirling. Við höfum misskilið hvor annan, en ég hef alltaf verið vinur yðar. Munið þér samtal okkar upp við stífluna? Það er þess vegna, sem ég er kominn. Ég hefði viljað tala við yður fyrir mörgum mán- uðum, en ég hef átt svo ann- *"íkt, að ég hef ekki gefið mér tíma til þess. En nú kem ég eirigöngu í þeim tilgangi að bjóða yður stöðu — hann smjattaði á orðunum — bjóða yður fasta læknisstöðu við Easter-Conties-orkuverið. - Eg hélt, að þér hefðuð ráð- ið þangað lækni, sagði Duncan seinlega. ■ Já, það höfum við gert! Bailey lækni! En hann er ekki í sama flokki og þér! Nú, þeg- ar byrjað verður á vinnunni fyrir alvöru, vil ég ráða fyrsta flokks lækni. Og ég skal borga yður vel! Þúsund pund um arið fyrir utan sjúkrasamlags- Peninga og þar að auki dálít- inn hlut í fyrirtækinu! Tilgangur þessarar málaleit- unar var bæði augljós og móðgandi. Heiðarlegi-Jói var bræddur um, að Duncan stæði 1 vegi fyrir syni hans. Duncan var svo undrandi, að hann sneri sér þegjandi við og gekk mn á skrifstofu sína, en skildi Heiðarlega-Jóa eftir klumsa á ganginum. Seint í nóvember var það almannarómur, að þrír um- sækjendanna hefðu mestar lík- ur fyrir að fá stöðuna: Over- ton, Chivers, enskur prófessor, og Duncan. Fólk ræddi mikið um þetta, og eftirvænting þess óx dag- lega. Blöðin létu jafnvel málið til sín taka. Það birtust mynd- ir af Overton og Margréti, og undir einni þeirra stóð: „Starf- andi læknir við Wallace-stofn- unina er líklegur forstöðumað- ur hennar“. Einnig: „Doktor Overton og frú gestir í mið- degisveizlu í Wallace-stofnun- inni“. Peningar Heiðarlega-Jóa voru byrjaðir að vinna. Skömmu seinna tók keppn- in á sig leiðinlegri svip. 1 víð- lesnu slúðursagnablaði, Even- ing Tribute, var vikið að göml- um gróusögum um Duncan og önnu. Duncan varð æfur, en lét þó sem hann sæi það ekki. En þegar slúðursögurnar komu í Moming Argus á ennþá hneykslanlegri * hátt, sýndi hann önnu blaðið. - Ég verð að hafast eitt- hvað að. Hann gekk fram og aftur. á meðan hún las það. Bera fram mótmæli! Skamma ritstjórnina! Lumbra á Over- ton! - Segið mér nokkuð, kæri Duncan. Munið þér eftir bunka af ástarbréfum? Ef þér hafið gleymt þeim, skal ég hressa upp á minni yðar. Hún opnaði skúffu og rétti honum bréfabunka, bundinn með bláum silkiborða. Þetta voru bréfin, sem Dawson hjúkrunarkona hafði skrifað til Overtons. - Nei, Anna, við getum ekki notað þau. Það er of óvandað bragð. Ég hef ekki tekið það í mál einu sinni áður. - Það hefur heldur ekki ver- ið nauðsynlegt fyrr en nú! Ætlið þér virkilega að láta aðra henda á yður skarni, án þess að bera hönd fyrir höf- uð yðar? Þér hljótið að skilja það, Duncan, að við eigum leik á borði! Við skulum lofa þeim að halda þessu áfram og birta óhróður um okkur í blöðun- um, en á síðustu stundu vörp- um við sprengjunni! Hann tók um hönd hennar. - Þetta er útrætt mál, Anna! Ég hef sagt yður, að ég mun taka þátt í bardaga þessum af lífi og sál. Ég er ekkert hræddur við skítkast. Frá þessum degi gerði hann allt hugsanlegt til þess að styrkja aðstöðu sína. Hann gætti þess, að hjúkrunin gengi sem bezt á deild þeirri, er hann sá um, og hann var þar sjálf- ur bæði dag og nótt. 1 desem- ber birti hann ritgerð um „end- urvöxt taugafrumunnar" og fékk mikið lof fyrir í lækna- ritinu. Regnþrunginn desemberdag, þegar myrkrið var dottið á, leit Duncan upp frá smásjánni og sá, að Lee prófessor stóð hjá honum og virti hann fyr- ir sér. - Afsakið, prófessor, en ég heyrði alls ekki, að þér kæm- uð inn. - Það er ekkert að afsaka, vinur minn. Ég kom aðeins til þess að bjóða yður til mið- degisverðar. - Til miðdegisverðar? Dun- can ‘ horfði undrandi á Lee. - Já, heima hjá mér í kvöld klukkan stundvíslega átta. Það brá fyrir glettnisglampa í aug- um gamla prófessorsins. Mér skilst, að þér hafið ekki gefið HEIMILISBLAÐIÐ [27]

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.